Vonar að kaldhæðni sé vinsæl á Íslandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. ágúst 2015 12:00 Josh Blue skemmtir á Íslandi í næstu viku. Grínistinn Josh Blue hlakkar til að koma til Íslands, en þessi sigurvegari í raunveruleikaþættinum Last Comic Standing treður upp í Háskólabíói í næstu viku. „Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands, ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ segir grínistinn í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég vona að Íslendingar skilji húmorinn minn. Vonandi er kaldhæðni vinsæl á Íslandi.“ Josh Blue er nokkuð þekktur í heimalandinu. Hann er tíður gestur á sjónvarpsstöðinni Comedy Central og hefur nokkrum sinnum verið á lista yfir bestu grínista Bandaríkjanna sem áhorfendur stöðvarinnar velja. Blue hefur vakið athygli fyrir að gera grín að eigin fötlun, en hann er með CP-hreyfihömlun. Meðfram því að troða upp í Háskólabíói mun hann halda ræðu á ráðstefnunni Sköpun skiptir sköpum, sem haldin er á vegum Öryrkjabandalags Íslands, Þroskahjálpar og Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum. „Ég er enn að ákveða hvað ég mun tala um á ráðstefnunni. En mig langar að tala um hvernig ég lifi með minni fötlun. Fötlun er alþjóðlegt málefni og mig langar að nálgast málefnið með það í huga og tengjast fólki frá öðrum löndum á þeim grundvelli.“ Blue segir að sigurinn í Last Comic Standing árið 2006 hafi gjörbreytt ferli sínum. „Ég fór frá því að koma fram í smærri sölum eins og í háskólum yfir í að fylla stóra klúbba og hallir um öll Bandaríkin. Ég hef nánast verið á stöðugu ferðalagi síðustu níu árin og sigurinn í Last Comic Standing var upphafið að öllu.“ Blue hlakkar til að hitta Íslendinga í næstu viku og biður þá að kynna sér efnið hans á netinu. „Ég er mjög spenntur að heimsækja landið ykkar. Fáum okkur drykk saman,“ segir hann þegar hann er spurður hvað hann vilji segja við íslensku þjóðina. Josh Blue kemur fram í Háskólabíói 4. september. Hægt er að nálgast við á miði.is. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Grínistinn Josh Blue hlakkar til að koma til Íslands, en þessi sigurvegari í raunveruleikaþættinum Last Comic Standing treður upp í Háskólabíói í næstu viku. „Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands, ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ segir grínistinn í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég vona að Íslendingar skilji húmorinn minn. Vonandi er kaldhæðni vinsæl á Íslandi.“ Josh Blue er nokkuð þekktur í heimalandinu. Hann er tíður gestur á sjónvarpsstöðinni Comedy Central og hefur nokkrum sinnum verið á lista yfir bestu grínista Bandaríkjanna sem áhorfendur stöðvarinnar velja. Blue hefur vakið athygli fyrir að gera grín að eigin fötlun, en hann er með CP-hreyfihömlun. Meðfram því að troða upp í Háskólabíói mun hann halda ræðu á ráðstefnunni Sköpun skiptir sköpum, sem haldin er á vegum Öryrkjabandalags Íslands, Þroskahjálpar og Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum. „Ég er enn að ákveða hvað ég mun tala um á ráðstefnunni. En mig langar að tala um hvernig ég lifi með minni fötlun. Fötlun er alþjóðlegt málefni og mig langar að nálgast málefnið með það í huga og tengjast fólki frá öðrum löndum á þeim grundvelli.“ Blue segir að sigurinn í Last Comic Standing árið 2006 hafi gjörbreytt ferli sínum. „Ég fór frá því að koma fram í smærri sölum eins og í háskólum yfir í að fylla stóra klúbba og hallir um öll Bandaríkin. Ég hef nánast verið á stöðugu ferðalagi síðustu níu árin og sigurinn í Last Comic Standing var upphafið að öllu.“ Blue hlakkar til að hitta Íslendinga í næstu viku og biður þá að kynna sér efnið hans á netinu. „Ég er mjög spenntur að heimsækja landið ykkar. Fáum okkur drykk saman,“ segir hann þegar hann er spurður hvað hann vilji segja við íslensku þjóðina. Josh Blue kemur fram í Háskólabíói 4. september. Hægt er að nálgast við á miði.is.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið