Vonar að kaldhæðni sé vinsæl á Íslandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. ágúst 2015 12:00 Josh Blue skemmtir á Íslandi í næstu viku. Grínistinn Josh Blue hlakkar til að koma til Íslands, en þessi sigurvegari í raunveruleikaþættinum Last Comic Standing treður upp í Háskólabíói í næstu viku. „Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands, ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ segir grínistinn í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég vona að Íslendingar skilji húmorinn minn. Vonandi er kaldhæðni vinsæl á Íslandi.“ Josh Blue er nokkuð þekktur í heimalandinu. Hann er tíður gestur á sjónvarpsstöðinni Comedy Central og hefur nokkrum sinnum verið á lista yfir bestu grínista Bandaríkjanna sem áhorfendur stöðvarinnar velja. Blue hefur vakið athygli fyrir að gera grín að eigin fötlun, en hann er með CP-hreyfihömlun. Meðfram því að troða upp í Háskólabíói mun hann halda ræðu á ráðstefnunni Sköpun skiptir sköpum, sem haldin er á vegum Öryrkjabandalags Íslands, Þroskahjálpar og Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum. „Ég er enn að ákveða hvað ég mun tala um á ráðstefnunni. En mig langar að tala um hvernig ég lifi með minni fötlun. Fötlun er alþjóðlegt málefni og mig langar að nálgast málefnið með það í huga og tengjast fólki frá öðrum löndum á þeim grundvelli.“ Blue segir að sigurinn í Last Comic Standing árið 2006 hafi gjörbreytt ferli sínum. „Ég fór frá því að koma fram í smærri sölum eins og í háskólum yfir í að fylla stóra klúbba og hallir um öll Bandaríkin. Ég hef nánast verið á stöðugu ferðalagi síðustu níu árin og sigurinn í Last Comic Standing var upphafið að öllu.“ Blue hlakkar til að hitta Íslendinga í næstu viku og biður þá að kynna sér efnið hans á netinu. „Ég er mjög spenntur að heimsækja landið ykkar. Fáum okkur drykk saman,“ segir hann þegar hann er spurður hvað hann vilji segja við íslensku þjóðina. Josh Blue kemur fram í Háskólabíói 4. september. Hægt er að nálgast við á miði.is. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Grínistinn Josh Blue hlakkar til að koma til Íslands, en þessi sigurvegari í raunveruleikaþættinum Last Comic Standing treður upp í Háskólabíói í næstu viku. „Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands, ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ segir grínistinn í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég vona að Íslendingar skilji húmorinn minn. Vonandi er kaldhæðni vinsæl á Íslandi.“ Josh Blue er nokkuð þekktur í heimalandinu. Hann er tíður gestur á sjónvarpsstöðinni Comedy Central og hefur nokkrum sinnum verið á lista yfir bestu grínista Bandaríkjanna sem áhorfendur stöðvarinnar velja. Blue hefur vakið athygli fyrir að gera grín að eigin fötlun, en hann er með CP-hreyfihömlun. Meðfram því að troða upp í Háskólabíói mun hann halda ræðu á ráðstefnunni Sköpun skiptir sköpum, sem haldin er á vegum Öryrkjabandalags Íslands, Þroskahjálpar og Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum. „Ég er enn að ákveða hvað ég mun tala um á ráðstefnunni. En mig langar að tala um hvernig ég lifi með minni fötlun. Fötlun er alþjóðlegt málefni og mig langar að nálgast málefnið með það í huga og tengjast fólki frá öðrum löndum á þeim grundvelli.“ Blue segir að sigurinn í Last Comic Standing árið 2006 hafi gjörbreytt ferli sínum. „Ég fór frá því að koma fram í smærri sölum eins og í háskólum yfir í að fylla stóra klúbba og hallir um öll Bandaríkin. Ég hef nánast verið á stöðugu ferðalagi síðustu níu árin og sigurinn í Last Comic Standing var upphafið að öllu.“ Blue hlakkar til að hitta Íslendinga í næstu viku og biður þá að kynna sér efnið hans á netinu. „Ég er mjög spenntur að heimsækja landið ykkar. Fáum okkur drykk saman,“ segir hann þegar hann er spurður hvað hann vilji segja við íslensku þjóðina. Josh Blue kemur fram í Háskólabíói 4. september. Hægt er að nálgast við á miði.is.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira