Blóðberg sýnd á kvikmyndahátíð í Chicago Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 09:00 Björn Hlynur leikstýrði myndinni. Hér má sjá hann spjalla við aðalleikarana á milli taka. Vísir/Andri Marínó Íslenska kvikmyndin Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson var á dögunum valin til þess að taka þátt á Chicago International Film Festival. Hún er ein af tveimur kvikmyndum sem voru valdar frá Skandinavíu. Um þessar mundir standa viðræður yfir um að gera hana að tólf þátta sjónvarpsseríu í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd á Stöð 2 fyrr á árinu áður en hún fór í kvikmyndahús en það uppátæki vakti mikla lukku hér á landi. „Við vorum að sýna myndina í Noregi á Haugasund Film Festival þar sem hún fékk jákvæðar viðtökur. Það er margt spennandi að gerast og hátíðin í Chicago er mjög stór og flott. Það er líka keppni sem er mjög spennandi en ég held við eigum góðan séns. Hún verður einnig frumsýnd í Bandaríkjunum á hátíðinni en þannig opnast nýr markaður fyrir okkur,“ segir Rakel Garðarsdóttir sem starfar hjá Vesturporti og framleiddi myndina. Teymið á bakvið myndina er komið með umboðsmenn í Bretlandi en þau vinna eins og áður sagði að því að gera Blóðberg að sjónvarpsþáttum. „Það er allt á jákvæðri leið í þeim málum. Við erum enn að semja við sjónvarpsstöðvar og það er ekkert staðfest ennþá en þetta lítur vel út. Þetta yrðu þá 12 þættir í einni seríu sem yrði þá gerð fyrir Ameríkumarkaðinn.“Rakel Garðarsdóttir er framleiðandi hjá Vesturport og vann að Blóðberg. Mynd/ValliÞegar myndin var frumsýnd var farin heldur óhefðbundin leið en hún var sýnd á Stöð 2 eitt gott sunnudagskvöld. „Við vildum hafa þetta sem þægilegast fyrir áhorfandann. Þó að það sé alltaf stemning að hafa frumsýningar í kvikmyndahúsum þá er þetta stór markaður og það er allt að breytast. Við mundum tvímælalaust gera þetta aftur ef það mundi henta.“ Það er nóg um að vera hjá Vesturporti um þessar mundir en Rakel vinnur að heimildarmynd sem fjallar um matar- og tískusóun ásamt því að vera að framleiða kvikmynd um Vigdísi Finnbogadóttur. Vesturport er einnig að setja upp tvær leiksýningar í Þjóðleikhúsinu í vetur. Tengdar fréttir Senuþjófur á frumsýningu Blóðbergs Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari mætti galvaskur á frumsýningu myndarinnar Blóðbergs á föstudag með eiginkonu sína uppá arminn. Þau urðu þó frá að hverfa þegar rétt um korter var liðið af sýningu myndarinnar vegna skyndilegrar fæðingu sonar þeirra hjóna. 13. apríl 2015 10:22 Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr Blóðberg Vesturport kynnir Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar sem einnig skrifar handritið. 31. mars 2015 15:46 Blóðugt tónlistarmyndband frá Mammút Sveitin herjar nú á erlendan markað með enskum útgáfum af lögum sínum. 11. júní 2015 18:52 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson var á dögunum valin til þess að taka þátt á Chicago International Film Festival. Hún er ein af tveimur kvikmyndum sem voru valdar frá Skandinavíu. Um þessar mundir standa viðræður yfir um að gera hana að tólf þátta sjónvarpsseríu í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd á Stöð 2 fyrr á árinu áður en hún fór í kvikmyndahús en það uppátæki vakti mikla lukku hér á landi. „Við vorum að sýna myndina í Noregi á Haugasund Film Festival þar sem hún fékk jákvæðar viðtökur. Það er margt spennandi að gerast og hátíðin í Chicago er mjög stór og flott. Það er líka keppni sem er mjög spennandi en ég held við eigum góðan séns. Hún verður einnig frumsýnd í Bandaríkjunum á hátíðinni en þannig opnast nýr markaður fyrir okkur,“ segir Rakel Garðarsdóttir sem starfar hjá Vesturporti og framleiddi myndina. Teymið á bakvið myndina er komið með umboðsmenn í Bretlandi en þau vinna eins og áður sagði að því að gera Blóðberg að sjónvarpsþáttum. „Það er allt á jákvæðri leið í þeim málum. Við erum enn að semja við sjónvarpsstöðvar og það er ekkert staðfest ennþá en þetta lítur vel út. Þetta yrðu þá 12 þættir í einni seríu sem yrði þá gerð fyrir Ameríkumarkaðinn.“Rakel Garðarsdóttir er framleiðandi hjá Vesturport og vann að Blóðberg. Mynd/ValliÞegar myndin var frumsýnd var farin heldur óhefðbundin leið en hún var sýnd á Stöð 2 eitt gott sunnudagskvöld. „Við vildum hafa þetta sem þægilegast fyrir áhorfandann. Þó að það sé alltaf stemning að hafa frumsýningar í kvikmyndahúsum þá er þetta stór markaður og það er allt að breytast. Við mundum tvímælalaust gera þetta aftur ef það mundi henta.“ Það er nóg um að vera hjá Vesturporti um þessar mundir en Rakel vinnur að heimildarmynd sem fjallar um matar- og tískusóun ásamt því að vera að framleiða kvikmynd um Vigdísi Finnbogadóttur. Vesturport er einnig að setja upp tvær leiksýningar í Þjóðleikhúsinu í vetur.
Tengdar fréttir Senuþjófur á frumsýningu Blóðbergs Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari mætti galvaskur á frumsýningu myndarinnar Blóðbergs á föstudag með eiginkonu sína uppá arminn. Þau urðu þó frá að hverfa þegar rétt um korter var liðið af sýningu myndarinnar vegna skyndilegrar fæðingu sonar þeirra hjóna. 13. apríl 2015 10:22 Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr Blóðberg Vesturport kynnir Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar sem einnig skrifar handritið. 31. mars 2015 15:46 Blóðugt tónlistarmyndband frá Mammút Sveitin herjar nú á erlendan markað með enskum útgáfum af lögum sínum. 11. júní 2015 18:52 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Senuþjófur á frumsýningu Blóðbergs Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari mætti galvaskur á frumsýningu myndarinnar Blóðbergs á föstudag með eiginkonu sína uppá arminn. Þau urðu þó frá að hverfa þegar rétt um korter var liðið af sýningu myndarinnar vegna skyndilegrar fæðingu sonar þeirra hjóna. 13. apríl 2015 10:22
Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr Blóðberg Vesturport kynnir Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar sem einnig skrifar handritið. 31. mars 2015 15:46
Blóðugt tónlistarmyndband frá Mammút Sveitin herjar nú á erlendan markað með enskum útgáfum af lögum sínum. 11. júní 2015 18:52