„Þetta var hræðilegt slys. Það eru allir bara harmi slegnir og þetta hafði áhrif á allan bæinn. Þetta er bara svo lítið samfélag að það tengjast allir,“ segir Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur í Seyðisfirði um fráfall ungu stúlkunnar sem lést eftir bílveltu í nótt.
Önnur kona var með henni í bílnum sem slasaðist alvarlega í veltunni en þær voru báðar fluttar með sjúkrabíl til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem önnur konan var úrskurðuð látin en hin var lögð inn á gjörgæsludeild Landsspítalans
Sigríður segir að allir þeir sem að aðgerðunum stóðum hafi staðið sig með stakri prýði og eigi mikla þökk skilið fyrir hvernig brugðist var við. „Það unnu allir sem einn. Viðbrögð þeirra sem sáu þetta gerast voru í raun ótrúleg. Það fór enginn tími til spillis.“
Minningarstund mun fara fram í Seyðisfjarðarkirkju í kvöld klukkan átta og eru allir sem vilja votta samúð sína boðnir hjartanlega velkomir.

