Enski boltinn

Lukaku hetja Everton í 3-2 sigri á West Brom

Berahino kom West Brom yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Berahino kom West Brom yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Vísir/Getty
Romelu Lukaku var allt í öllu í sóknarleik Everton í 3-2 sigri liðsins á West Brom í lokaleik 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á The Hawthorns í kvöld.

West Brom komst í 2-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik með mörkum frá Saido Berahino og Craig Dawson en aðeins Lukaku minnkaði muninn aðeins mínútu síðar.

Lukaku var aftur á ferðinni korteri fyrir leikslok er hann lagði upp jöfnunarmark leiksins með góðri sendingu inn á Arouna Kone sem virtist vera rangstæður þegar sendingin kom en Kone lagði boltann framhjá Boaz Myhill í marki West Brom.

Lukaku tryggði Everton að lokum stigin þrjú þegar sjö mínútur voru til leiksloka þegar hann nýtti sér varnarmistök til þess að skora af stuttu færi framhjá Myhill í marki West brom.

Með sigrinum skaust Everton upp í  5. sæti með 12 stig en næsti leikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni er nágrannaslagur gegn Liverpool um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×