Veltir fyrir sér hvort jafnréttisbaráttan sé að staðna og vísar í Skrekksatriðið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 14:24 Sigríður spyr hvort jafnréttisbarátta sé að hverfa aftur til þess tíma þegar hún byggðist á því að upphefja konur á kostnað karla. vísir/pjetur Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veltir fyrir sér hvort jafnréttisbaráttan sé að staðna. Hún vísar í siguratriði Skrekks, sem titlað er sem feminískur ljóða- og dansgjörningur, sem hún segir „gegnsýrt af staðalímyndum kvenréttindabaráttu 8. áratugarins“. Hún veltir þessu upp í pistli sem hún ritaði í Sunnudagsmoggann. „Eins og það er margt gott sem jafnréttisbarátta kvenna hefur skilið eftir sig og áorkað síðustu hundrað ár þá finnst mér það sorglegt ef hún er nú að staðna eða jafnvel hverfa aftur til þess tíma þegar hún gjarnan byggðist á því að upphefja konur á kostnað karla,“ skrifar Sigríður. Hún tekur fram að atriðið sjálft hafi verið glæsilegt; framsetning þess, framkoma og kraftur stúlknanna hafi gert atriðið að verðskulduðu siguratriði. Boðskapur þess hefði þó ekki höfðað til hennar.Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík í ár.vísir/ernirSigríður segir að af viðtölum við höfunda verksins og söngtexta megi ráða að stúlkurnar séu mjög reiðar vegna framkomu annarra í þeirra garð. „Textinn fjallar um stúlku sem reyndi að „brjóta boxið“, reyndi að komast út úr staðalímynd sem henni var ætlað að falla inn í. Um leið er textinn svo gegnsýrður af staðalímyndum kvenréttindabaráttu 8. áratugarins að ætla mætti að hann hafi ollið upp úr kellingum á mínum aldri en ekki 15 ára stelpum sem ég held að hafi alist upp með í höndunum allt það sem heimurinn hefur yfirleitt að bjóða,“ skrifar hún. „Til hvers eiginlega vísar „feðraveldið“ í söngtexta hinna 15 ára hagskælinga? Kannski til allra þeirra miðaldra karla sem skipuleggja ekki málfund án þess að leita til konu um framsögu, jafnvel þótt fundurinn fjalli um líf með blöðruhálskirtil. Eða kannski til stelpnanna sem hafa stýrt skólablöðunum og gert með þeim skólasystrum sínum lífið leitt eins og fjallað hefur verið um nýlega.“ Þá segist hún binda vonir við að hæfileikaríku Vesturbæingarnir syngi einhvern daginn um rétt einstaklinga til að vera virtir á eigin forsendum en ekki annarra af sama kyni. „Ég skal þá dansa með.“ Hér má sjá atriðið sem um ræðir. Tengdar fréttir Reykjavíkurborg vill ritskoða Hraðfréttir Sviðstjóri Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að tilteknar tökur sem fram fóru á Skrekk verði ekki notaðar í næsta Hraðfréttaþætti. 13. nóvember 2015 10:16 Sjáðu siguratriði Skrekks: „Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Sjáðu fagnaðarlætin: Hagaskóli sigraði í Skrekk Femínískur boðskapur atriðisins sló í gegn hjá dómnefnd. 16. nóvember 2015 21:45 Samfés óskar Hagaskóla til hamingju en minnir á að klæðaburðarreglurnar eru ekki í gildi "Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni.“ 17. nóvember 2015 15:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veltir fyrir sér hvort jafnréttisbaráttan sé að staðna. Hún vísar í siguratriði Skrekks, sem titlað er sem feminískur ljóða- og dansgjörningur, sem hún segir „gegnsýrt af staðalímyndum kvenréttindabaráttu 8. áratugarins“. Hún veltir þessu upp í pistli sem hún ritaði í Sunnudagsmoggann. „Eins og það er margt gott sem jafnréttisbarátta kvenna hefur skilið eftir sig og áorkað síðustu hundrað ár þá finnst mér það sorglegt ef hún er nú að staðna eða jafnvel hverfa aftur til þess tíma þegar hún gjarnan byggðist á því að upphefja konur á kostnað karla,“ skrifar Sigríður. Hún tekur fram að atriðið sjálft hafi verið glæsilegt; framsetning þess, framkoma og kraftur stúlknanna hafi gert atriðið að verðskulduðu siguratriði. Boðskapur þess hefði þó ekki höfðað til hennar.Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík í ár.vísir/ernirSigríður segir að af viðtölum við höfunda verksins og söngtexta megi ráða að stúlkurnar séu mjög reiðar vegna framkomu annarra í þeirra garð. „Textinn fjallar um stúlku sem reyndi að „brjóta boxið“, reyndi að komast út úr staðalímynd sem henni var ætlað að falla inn í. Um leið er textinn svo gegnsýrður af staðalímyndum kvenréttindabaráttu 8. áratugarins að ætla mætti að hann hafi ollið upp úr kellingum á mínum aldri en ekki 15 ára stelpum sem ég held að hafi alist upp með í höndunum allt það sem heimurinn hefur yfirleitt að bjóða,“ skrifar hún. „Til hvers eiginlega vísar „feðraveldið“ í söngtexta hinna 15 ára hagskælinga? Kannski til allra þeirra miðaldra karla sem skipuleggja ekki málfund án þess að leita til konu um framsögu, jafnvel þótt fundurinn fjalli um líf með blöðruhálskirtil. Eða kannski til stelpnanna sem hafa stýrt skólablöðunum og gert með þeim skólasystrum sínum lífið leitt eins og fjallað hefur verið um nýlega.“ Þá segist hún binda vonir við að hæfileikaríku Vesturbæingarnir syngi einhvern daginn um rétt einstaklinga til að vera virtir á eigin forsendum en ekki annarra af sama kyni. „Ég skal þá dansa með.“ Hér má sjá atriðið sem um ræðir.
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg vill ritskoða Hraðfréttir Sviðstjóri Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að tilteknar tökur sem fram fóru á Skrekk verði ekki notaðar í næsta Hraðfréttaþætti. 13. nóvember 2015 10:16 Sjáðu siguratriði Skrekks: „Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Sjáðu fagnaðarlætin: Hagaskóli sigraði í Skrekk Femínískur boðskapur atriðisins sló í gegn hjá dómnefnd. 16. nóvember 2015 21:45 Samfés óskar Hagaskóla til hamingju en minnir á að klæðaburðarreglurnar eru ekki í gildi "Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni.“ 17. nóvember 2015 15:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Reykjavíkurborg vill ritskoða Hraðfréttir Sviðstjóri Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að tilteknar tökur sem fram fóru á Skrekk verði ekki notaðar í næsta Hraðfréttaþætti. 13. nóvember 2015 10:16
Sjáðu siguratriði Skrekks: „Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39
Sjáðu fagnaðarlætin: Hagaskóli sigraði í Skrekk Femínískur boðskapur atriðisins sló í gegn hjá dómnefnd. 16. nóvember 2015 21:45
Samfés óskar Hagaskóla til hamingju en minnir á að klæðaburðarreglurnar eru ekki í gildi "Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni.“ 17. nóvember 2015 15:28