Afþakkar allar gjafir Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. febrúar 2015 12:00 Jóhanna deilir afmælisdeginum með Fatimusjóðnum sem hún stofnaði á 65 ára afmælisdaginn sinn. Fréttablaðið/Vilhelm „Mér hefur alltaf verið heldur vel við afmælisdaga,“ segir rithöfundurinn Jóhanna Kristjónsdóttir sem í dag fagnar 75 ára afmæli sínu. Auk þess að fagna sínu eigin afmæli þá á Fatímusjóðurinn sem Jóhanna stofnaði árið 2005, líka tíu ára afmæli í dag. Sjóðinn stofnaði hún til þess að styðja börn í Jemen til náms en síðan hefur sjóðurinn komið að margvíslegum mannúðarverkefnum í Miðausturlöndum og Afríku. Nafn sjóðsins kemur frá unglingsstúlkunni Fatimu sem Jóhanna kynntist í Jemen þegar hún vann að bók sinni Arabíukonur. Fatíma var þá 14 ára og hafði hætt í skóla vegna þess ekki voru til peningar til þess að halda úti skóla í þorpinu sem hún bjó í og hún þurfti einnig að taka við lítilli búð sem systir hennar hafði rekið. Sjóðinn stofnaði Jóhanna á 65 ára afmælisdaginn. „Tilefnið var að ég hafði fengið verðlaun Hagþenkis. Þau voru ekkert rosalega há en ég ákvað að nota helminginn af þeim peningum til þess að stofna sjóð vegna menntunar stúlkna í Jemen.“ Upphæðin sem hún lagði inn í sjóðinn í byrjun var 325 þúsund. Síðan þá hefur sjóðurinn staðið fyrir fjölmörgum viðburðum og styrkt hundruð barna til náms í Jemen auk þess að greiða laun kennara og leggja fram fé til að kaupa tæki og búnað til skólastarfs. Sjóðurinn hefur einnig styrkt fullorðinsfræðslu og saumanámskeið fyrir konur í Jemen. Síðan 2011 hefur óöld ríkt í Jemen 2011 og skólahald að mestu legið niðri. Fatimusjóðurinn beindi því kröftum sínum að fleiri verkefnum í þágu barna og kvenna í samvinnu við UNICEF, Rauða krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar. Jóhanna ætlar að afþakka allar afmælisgjafir en biður þá sem vilja gefa henni gjöf að styrkja fremur sjóðinn. „Ég vil ekki fá svo mikið sem eitt blóm. En ef fólk vill gefa mér andvirði nokkurra blóma, konfektmola eða einhvers slíks þá langar mig að biðja fólk frekar að leggja þá upphæð inn á reikninginn. Öll framlög skipta máli hversu stór eða smá þau eru.“ Jóhanna hefur verið á spítala undanfarna daga en lætur það ekki aftra sér frá því að skipuleggja söfnunarátak í þágu sýrlenskra flóttabarna í samvinnu við Unicef. „Nú er ég að hugsa um að við þurfum endilega að koma á fót einum skóla eða svo í flóttamannabúðum Jórdaníu fyrir sýrlenska flóttakrakka.“ Fyrir þá sem vilja leggja Fatimusjóðnum lið þá er reikningsnúmerið: 0512-04-250461 og kennitala: 680808-0580. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á Facebook-síðu hans. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Mér hefur alltaf verið heldur vel við afmælisdaga,“ segir rithöfundurinn Jóhanna Kristjónsdóttir sem í dag fagnar 75 ára afmæli sínu. Auk þess að fagna sínu eigin afmæli þá á Fatímusjóðurinn sem Jóhanna stofnaði árið 2005, líka tíu ára afmæli í dag. Sjóðinn stofnaði hún til þess að styðja börn í Jemen til náms en síðan hefur sjóðurinn komið að margvíslegum mannúðarverkefnum í Miðausturlöndum og Afríku. Nafn sjóðsins kemur frá unglingsstúlkunni Fatimu sem Jóhanna kynntist í Jemen þegar hún vann að bók sinni Arabíukonur. Fatíma var þá 14 ára og hafði hætt í skóla vegna þess ekki voru til peningar til þess að halda úti skóla í þorpinu sem hún bjó í og hún þurfti einnig að taka við lítilli búð sem systir hennar hafði rekið. Sjóðinn stofnaði Jóhanna á 65 ára afmælisdaginn. „Tilefnið var að ég hafði fengið verðlaun Hagþenkis. Þau voru ekkert rosalega há en ég ákvað að nota helminginn af þeim peningum til þess að stofna sjóð vegna menntunar stúlkna í Jemen.“ Upphæðin sem hún lagði inn í sjóðinn í byrjun var 325 þúsund. Síðan þá hefur sjóðurinn staðið fyrir fjölmörgum viðburðum og styrkt hundruð barna til náms í Jemen auk þess að greiða laun kennara og leggja fram fé til að kaupa tæki og búnað til skólastarfs. Sjóðurinn hefur einnig styrkt fullorðinsfræðslu og saumanámskeið fyrir konur í Jemen. Síðan 2011 hefur óöld ríkt í Jemen 2011 og skólahald að mestu legið niðri. Fatimusjóðurinn beindi því kröftum sínum að fleiri verkefnum í þágu barna og kvenna í samvinnu við UNICEF, Rauða krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar. Jóhanna ætlar að afþakka allar afmælisgjafir en biður þá sem vilja gefa henni gjöf að styrkja fremur sjóðinn. „Ég vil ekki fá svo mikið sem eitt blóm. En ef fólk vill gefa mér andvirði nokkurra blóma, konfektmola eða einhvers slíks þá langar mig að biðja fólk frekar að leggja þá upphæð inn á reikninginn. Öll framlög skipta máli hversu stór eða smá þau eru.“ Jóhanna hefur verið á spítala undanfarna daga en lætur það ekki aftra sér frá því að skipuleggja söfnunarátak í þágu sýrlenskra flóttabarna í samvinnu við Unicef. „Nú er ég að hugsa um að við þurfum endilega að koma á fót einum skóla eða svo í flóttamannabúðum Jórdaníu fyrir sýrlenska flóttakrakka.“ Fyrir þá sem vilja leggja Fatimusjóðnum lið þá er reikningsnúmerið: 0512-04-250461 og kennitala: 680808-0580. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á Facebook-síðu hans.
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist