Ríkissaksóknari segir málshraða rannsókna algjörlega óþolandi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2015 20:00 Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. visir/Pjetur Það er sjálfsagður réttur hvers manns, sem sakaður er um refsiverða háttsemi, að fá úrlausn sinna mála innan hæfilegs tíma. Er þessi réttur tryggður í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þessi réttur er þó ekki í öllum tilvikum virtur. Samkvæmt athugun fréttastofu hefur Hæstiréttur á síðastliðnu ári gert athugasemdir í alls 13 dómum við tafir á meðferð mála hjá embætti ríkissaksóknara. Þessi dráttur hefur í flestum tilvikum verið fólgin í því að embættið hefur verið lengi að gefa út ákæru, eða allt upp í 18 mánuði. Afleiðingar þessa dráttar eru misalvarlegar, en í sjö dómum var refsing milduð. Í einu þessara mála var karlmaður sakfelldur fyrir kynferðisbrot. Var refsing hans ákveðin fangelsi í 2 ár en vegna þess að það tók ríkissaksóknara 13 mánuði að gefa út ákæru í málinu, var 21 mánuður af refsingunni bundinn skilorði. Í öðru var máli var karlmaður sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Var refsing hans ákveðin fangelsi í 10 mánuði en þar sem ákæra var ekki gefin út fyrr en 19 mánuðum eftir að brotið átti sér stað, voru 8 mánuðir af refsingunni bundnir skilorði. „Þetta er mjög bagalegt. Ekki síst fyrir sakborninginn og brotaþola. Síðan er þetta auðvitað bara vond staða fyrir embættið og fyrir starfsmennina að þurfa að sitja alltaf undir þessu. Við bara náum ekki að anna þessum verkefnum sem aukast með hverju árinu,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Fjárveitingar til embættisins hafi þó ekki aukist meðfram þessari fjölgun mála. Þá séu 230 óafgreidd mál hjá embættinu eins og staðan er í dag. „Þannig að þetta er bara löngu sprungið, ef svo má segja því miður. Auðvitað þarf að bæta þarna úr og ég á til dæmis fund með starfsmönnum innanríkisráðuneytisins á mánudaginn þar sem við munum fara yfir stöðuna og sjá hvernig er hægt að bæta úr,“ segir Sigríður. Þá segir hún stöðuna ekki sanngjarna gagnvart sakborningum, þar sem þeir fá ekki úrlausn sinna mála fyrr en mörgum mánuðum eða árum eftir að brot eru framin. „Það er algjörlega óþolandi. Þetta fer líka illa með sönnunarstöðu málanna, eftir því sem að þau verða eldri þá dregur það í sumum tilvikum úr möguleika þess að ná sakfellingu vegna þess að sönnunin verður erfiðari. Þannig að þetta er bara mjög slæmt í alla staði,“ segir Sigríður. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Það er sjálfsagður réttur hvers manns, sem sakaður er um refsiverða háttsemi, að fá úrlausn sinna mála innan hæfilegs tíma. Er þessi réttur tryggður í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þessi réttur er þó ekki í öllum tilvikum virtur. Samkvæmt athugun fréttastofu hefur Hæstiréttur á síðastliðnu ári gert athugasemdir í alls 13 dómum við tafir á meðferð mála hjá embætti ríkissaksóknara. Þessi dráttur hefur í flestum tilvikum verið fólgin í því að embættið hefur verið lengi að gefa út ákæru, eða allt upp í 18 mánuði. Afleiðingar þessa dráttar eru misalvarlegar, en í sjö dómum var refsing milduð. Í einu þessara mála var karlmaður sakfelldur fyrir kynferðisbrot. Var refsing hans ákveðin fangelsi í 2 ár en vegna þess að það tók ríkissaksóknara 13 mánuði að gefa út ákæru í málinu, var 21 mánuður af refsingunni bundinn skilorði. Í öðru var máli var karlmaður sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Var refsing hans ákveðin fangelsi í 10 mánuði en þar sem ákæra var ekki gefin út fyrr en 19 mánuðum eftir að brotið átti sér stað, voru 8 mánuðir af refsingunni bundnir skilorði. „Þetta er mjög bagalegt. Ekki síst fyrir sakborninginn og brotaþola. Síðan er þetta auðvitað bara vond staða fyrir embættið og fyrir starfsmennina að þurfa að sitja alltaf undir þessu. Við bara náum ekki að anna þessum verkefnum sem aukast með hverju árinu,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Fjárveitingar til embættisins hafi þó ekki aukist meðfram þessari fjölgun mála. Þá séu 230 óafgreidd mál hjá embættinu eins og staðan er í dag. „Þannig að þetta er bara löngu sprungið, ef svo má segja því miður. Auðvitað þarf að bæta þarna úr og ég á til dæmis fund með starfsmönnum innanríkisráðuneytisins á mánudaginn þar sem við munum fara yfir stöðuna og sjá hvernig er hægt að bæta úr,“ segir Sigríður. Þá segir hún stöðuna ekki sanngjarna gagnvart sakborningum, þar sem þeir fá ekki úrlausn sinna mála fyrr en mörgum mánuðum eða árum eftir að brot eru framin. „Það er algjörlega óþolandi. Þetta fer líka illa með sönnunarstöðu málanna, eftir því sem að þau verða eldri þá dregur það í sumum tilvikum úr möguleika þess að ná sakfellingu vegna þess að sönnunin verður erfiðari. Þannig að þetta er bara mjög slæmt í alla staði,“ segir Sigríður.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira