Hælisleitandi grét í Hæstarétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2015 07:00 Martin Obolo hælisleitandi fær ekki hæli hér. vísir/pjetur „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
„Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ segir Martin Omolu, nígerískur hælisleitandi, sem stendur til að vísa til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni en Hæstiréttur vísaði umsókn hans um hæli frá og staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis. Martin hefur dvalið á landinu í þrjú ár og þrjá mánuði og kom hingað frá Ítalíu 29. júlí 2012. „Ég hef eignast mikinn fjölda vina hér og í fyrsta sinn á ævi minni lifi ég frjáls og öruggur. Ég get í fyrsta sinn treyst fólki, fáir vita hvað það þýðir að fá svona tækifæri. Að byrja lífið upp á nýtt. Þótt það sé seint,“ segir hann. Martin er samkynhneigður og fæddur og uppalinn í borginni Delta í Nígeríu. Hann á tvo yngri bræður. Móðir hans er á lífi en faðir hans lést fyrir nokkrum árum . Hann flúði Nígeríu í kjölfar barsmíða og ofsókna vegna kynhneigðar sinnar. Hann ber enn ör eftir barsmíðarnar. „Ég varð fyrir barsmíðum og ofsóknum oftar en einu sinni. Lögreglan vildi ekkert gera og ég ber enn slæm ör.“ Hann bendir á fótleggina á sér. Hann flutti til borgarinnar Lagos í Nígeríu. „Þaðan fór ég til Gana og þaðan til Marokkó. Frá Marokkó fór ég til Ítalíu.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Hann segir það nánast öruggt að ítölsk yfirvöld sendi hann aftur til Nígeríu og þar bíði hans sömu ofsóknir og hann flúði. „Ég vona að Íslendingar finni það í hjarta sínu að hjálpa mér. Ég vil ekki týna þessu sem ég hef fundið.“ Hann fór að gráta þegar honum varð ljós úrskurður Hæstaréttar. „Ég missti mig bara,“ segir hann.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira