Brady náði fram hefndum gegn Colts Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2015 20:30 Brady er hér hampað af liðsfélaga í nótt. vísir/getty Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Sjá meira
Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Sjá meira