Frumkvöðla kvennabaráttunnar minnst og horft til framtíðar Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2015 19:36 Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð í nýjan jafnréttissjóð á næstu fimm árum í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hátíðarfundurinn hófst klukkan ellefu að viðstöddum forseta Íslands. Í upphafsávarpi sínu rakti Einar K. Guðfinnsson hvað fáar konur sátu á Alþingi sem aðalmenn fyrstu sextíu og átta árin eftir að þær hlutu kjörgengi. Aðeins tólf konur voru kjörnar á þing frá árinu 1922 til 1983 á sama tíma og 278 karlar voru kjörnir á þing. En nú eru konur um 40 prósent þingmanna. Eingöngu konur tóku til máls í umræðum um þingsályktun allra flokka um stofnun Jafnréttissjóðs sem síðan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema Sigríðar Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði á móti tillögunni. Þingkonum var mörgum hugsað til frumkvölanna í kvennabaráttunni eins og Bríetar Héðinsdóttur og margar þeirra minntust á kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í ræðum sínum og þau tímamót sem kjör hennar í embætti voru. Að lokum ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands samkomuna. Hann sagði Íslendingum bera skylda til að leggja systrum sínum víða um heim lið hvort sem væri í þróunarríkjum eða fátækrarhverfum Vesturlanda. Konum sem byggju við alls kyns kúgun sem kæmi í veg fyrir menntun þeirra og framgang í lífinu. Síðdegis ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti frá svölum Alþingis mikinn mannfjölda á Austurvelli. „Hvers vegna erum við í reynd að fagna sérstaklega sjálfstæðri hugsun kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra sjálfu þjóðfélaginu? Jú, það er af því frelsið, jafnrétti og lýðræði er ekki sjálfgefið,“ sagði Vigdís. Að loknu ávarpi Vigdísar og forseta Alþingis var síðan afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni eftir Raghildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Og það var við hæfi að hópur ungra telpna sæi um það að viðstöddum æðstu embættismönnum þjóðarinnar.
Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 „Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. 19. júní 2015 18:38