Kjartan Hreinsson gefur út P3 við góðar undirtektir Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 09:00 Kjartan fékk myndavél fyrir tveimur árum og hefur verið með hana á sér síðan þá. mynd/aðsend Frá því að Kjartan Hreinsson fékk sér myndavél fyrir tveimur árum hefur hann ekki hætt að taka myndir. Hann gaf út blöðung eða „zine“ á dögunum sem heitir P3 og er samsafn af myndum sem hann hefur tekið upp á síðkastið. Á myndunum hans skín í gegn dálæti á Olís, skipum og gömlum bílum. Hann leikstýrði einnig báðum tónlistarmyndböndum Sturlu Atlas. Kjartan er ekki lærður en þrátt fyrir það hafa myndir hans vakið mikla athygli og styrkti 66°Norður nýlega verkefni eftir hann. „Ég er búinn að vera með myndavélina á mér frá því að ég fékk hana. Ég er alltaf að taka myndir en vissi aldrei hvað ég ætti að gera við þær, hef bara verið að setja þær á Instagram. Svo ákvað ég að gera lítinn bækling og ég skemmti mér við að setja þetta upp. Nú eru komnar þrjár útgáfur,“ segir Kjartan en í þetta skiptið er bæklingurinn 80 blaðsíður sem er næstum því eins og bók og var prentaður í 40 eintökum.Kjartan birti myndir af öllum síðum P3 á netinu en hann hefur slegið í gegn.„Ég er ýmist að gefa þá eða að selja. Það eru margir sem vilja kaupa hann og þá sel ég hann á lágu verði og næ þannig að borga upp prentkostnaðinn.“ Myndirnar eru ýmist persónulegar af vinunum eða frá verkefnum sem hann hefur tekið að sér eins og þegar hann aðstoðaði við gerð tónlistarmyndbandsins við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur en myndbandið var leikstýrt af Magnúsi Leifssyni. „Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með skipum og bílum en ég get verið mjög pikkí þegar kemur að þeim. Það halda líka margir að ég hafi verið að vinna fyrir Olís en þetta er bara della sem ég hef tekið upp á. Það var útgerðarmaður á Vestfjörðum í fréttunum með Olís-derhúfu og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Hann segist einnig vera heillaður af Olís-merkinu en það er hannað af Þresti Magnússyni sem gerði íslensku myntina. Kjartan leikstýrði myndböndum Sturlu Atlas en þeir eru góðir vinir. „Myndböndin voru bæði frekar óplönuð og tekin upp á litlu myndavélina mína. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað í líkingu við þetta." Áhugasamir geta skoðað skjáskot út P3 hér og hægt er að skoða PYK sem Kjartan og Young Karin gerðu með 66°Norður. Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Sjá meira
Frá því að Kjartan Hreinsson fékk sér myndavél fyrir tveimur árum hefur hann ekki hætt að taka myndir. Hann gaf út blöðung eða „zine“ á dögunum sem heitir P3 og er samsafn af myndum sem hann hefur tekið upp á síðkastið. Á myndunum hans skín í gegn dálæti á Olís, skipum og gömlum bílum. Hann leikstýrði einnig báðum tónlistarmyndböndum Sturlu Atlas. Kjartan er ekki lærður en þrátt fyrir það hafa myndir hans vakið mikla athygli og styrkti 66°Norður nýlega verkefni eftir hann. „Ég er búinn að vera með myndavélina á mér frá því að ég fékk hana. Ég er alltaf að taka myndir en vissi aldrei hvað ég ætti að gera við þær, hef bara verið að setja þær á Instagram. Svo ákvað ég að gera lítinn bækling og ég skemmti mér við að setja þetta upp. Nú eru komnar þrjár útgáfur,“ segir Kjartan en í þetta skiptið er bæklingurinn 80 blaðsíður sem er næstum því eins og bók og var prentaður í 40 eintökum.Kjartan birti myndir af öllum síðum P3 á netinu en hann hefur slegið í gegn.„Ég er ýmist að gefa þá eða að selja. Það eru margir sem vilja kaupa hann og þá sel ég hann á lágu verði og næ þannig að borga upp prentkostnaðinn.“ Myndirnar eru ýmist persónulegar af vinunum eða frá verkefnum sem hann hefur tekið að sér eins og þegar hann aðstoðaði við gerð tónlistarmyndbandsins við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur en myndbandið var leikstýrt af Magnúsi Leifssyni. „Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með skipum og bílum en ég get verið mjög pikkí þegar kemur að þeim. Það halda líka margir að ég hafi verið að vinna fyrir Olís en þetta er bara della sem ég hef tekið upp á. Það var útgerðarmaður á Vestfjörðum í fréttunum með Olís-derhúfu og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Hann segist einnig vera heillaður af Olís-merkinu en það er hannað af Þresti Magnússyni sem gerði íslensku myntina. Kjartan leikstýrði myndböndum Sturlu Atlas en þeir eru góðir vinir. „Myndböndin voru bæði frekar óplönuð og tekin upp á litlu myndavélina mína. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað í líkingu við þetta." Áhugasamir geta skoðað skjáskot út P3 hér og hægt er að skoða PYK sem Kjartan og Young Karin gerðu með 66°Norður.
Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Sjá meira