Áskorun til útvarpsstjóra Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir skrifar 18. desember 2015 00:00 Ég heiti Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir og samþykkti sem kjósandi í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá landsins. Síðan eru liðin meira en þrjú ár og málið er enn þá óafgreitt á Alþingi. Ég sá heimildarmyndina Blueberry Soup í Norræna húsinu í byrjun sumars, þar sem fjallað er um aðdraganda og framkvæmd stjórnlagaráðs og ég skora á þig að sýna myndina á RÚV. Ég hef það staðfest frá leikstjóra myndarinnar að það er auðsótt verk að fá leyfi til sýningar á myndinni. Myndin fjallar um þá atburðarás sem átti sér stað eftir efnahagshrunið, en þá ríkti algjört vantraust milli þjóðar og stjórnvalda og krafan um ný gildi í samfélaginu var hávær. Því var haldinn þjóðfundur þar sem um eitt þúsund einstaklingar vítt og breitt úr samfélaginu komu saman og hófu að endurskilgreina lykilþætti í stjórnarskrá landsins. Í kjölfarið kaus þjóðin 25 fulltrúa til stjórnlagaþings til að klára verkið. Stjórnlagaþing varð að stjórnlagaráði sem síðan vann sleitulaust í fjóra mánuði við að endurskrifa stjórnarskrána okkar. Vinnan fór áfram fram með dyggri aðstoð frá almennum borgurum, en fundum var varpað beint á heimasíðu stjórnlagaráðs og drög birt á síðunni um leið og þau urðu til. Því gat fólkið í landinu sagt skoðun sína jafnóðum og haft áhrif á útkomuna, þar með tekið virkan þátt í mótun nýrrar stjórnarskrár frá upphafi til enda. Niðurstaðan var drög að nýrri stjórnarskrá sem afhent voru Alþingi síðsumars 2012. Þjóðin sýndi svo óvefengjanlegan vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012, þegar tveir þriðju hlutar kjósenda svöruðu játandi að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.Innblástur víða um heim Slíkt beint lýðræði og valdefling fólksins í landinu þar sem heil þjóð endurskrifar eigin stjórnarskrá er einstakt í sögunni og hefur heimildarmyndin Blueberry Soup, sem segir þessa sögu, vakið gríðarleg viðbrögð og verið innblástur víða um heim þar sem hún hefur verið sýnd. Hefur myndin meðal annars verið sýnd í yfir 20 háskólum í Bandaríkjunum og þar á meðal í lagadeildum Harvard, Stanford og Berkeley. Nýlega tókst með einstaklingssöfnun á netinu að afla 20 þúsund dala til þess að fjármagna Evrópureisu leikstjórans með myndina þar sem hún ferðaðist til 14 áfangastaða og alls staðar voru viðbrögð áhorfenda mikil. Hvar sem myndin er sýnd virðist hún, samkvæmt leikstjóra hennar, vekja sams konar viðbrögð, það er að segja hrifningu og innblástur þeirra sem hana sjá um að hægt sé að breyta samfélaginu með samstilltu átaki borgaranna sjálfra. Þetta er einstakt framtak á heimsvísu og hafa fræðimenn á sviðum lögfræði og stjórnmálafræði skrifað um þetta lærðar greinar. Hér á landi er þó lítið fjallað um málið sem verður að teljast sérstakt í ljósi þess að þetta er vafalaust merkilegasta lýðræðistilraun sem Íslendingar hafa staðið fyrir. Það vekur furðu að það sé fyrir tilstilli Stjórnarskrárfélagsins, lítilla óháðra félagasamtaka, en ekki ríkisfjölmiðils sem myndin er sýnd á Íslandi. Takmarkað fjármagn leiddi til þess að aðeins fáir gátu séð myndina þegar hún var sýnd í Norræna húsinu í byrjun sumars, en staðreyndin er sú að hún á erindi við okkur öll sem hér búum. Því árétta ég áskorun mína um að myndin verði sýnd í Ríkissjónvarpinu á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir og samþykkti sem kjósandi í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá landsins. Síðan eru liðin meira en þrjú ár og málið er enn þá óafgreitt á Alþingi. Ég sá heimildarmyndina Blueberry Soup í Norræna húsinu í byrjun sumars, þar sem fjallað er um aðdraganda og framkvæmd stjórnlagaráðs og ég skora á þig að sýna myndina á RÚV. Ég hef það staðfest frá leikstjóra myndarinnar að það er auðsótt verk að fá leyfi til sýningar á myndinni. Myndin fjallar um þá atburðarás sem átti sér stað eftir efnahagshrunið, en þá ríkti algjört vantraust milli þjóðar og stjórnvalda og krafan um ný gildi í samfélaginu var hávær. Því var haldinn þjóðfundur þar sem um eitt þúsund einstaklingar vítt og breitt úr samfélaginu komu saman og hófu að endurskilgreina lykilþætti í stjórnarskrá landsins. Í kjölfarið kaus þjóðin 25 fulltrúa til stjórnlagaþings til að klára verkið. Stjórnlagaþing varð að stjórnlagaráði sem síðan vann sleitulaust í fjóra mánuði við að endurskrifa stjórnarskrána okkar. Vinnan fór áfram fram með dyggri aðstoð frá almennum borgurum, en fundum var varpað beint á heimasíðu stjórnlagaráðs og drög birt á síðunni um leið og þau urðu til. Því gat fólkið í landinu sagt skoðun sína jafnóðum og haft áhrif á útkomuna, þar með tekið virkan þátt í mótun nýrrar stjórnarskrár frá upphafi til enda. Niðurstaðan var drög að nýrri stjórnarskrá sem afhent voru Alþingi síðsumars 2012. Þjóðin sýndi svo óvefengjanlegan vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012, þegar tveir þriðju hlutar kjósenda svöruðu játandi að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.Innblástur víða um heim Slíkt beint lýðræði og valdefling fólksins í landinu þar sem heil þjóð endurskrifar eigin stjórnarskrá er einstakt í sögunni og hefur heimildarmyndin Blueberry Soup, sem segir þessa sögu, vakið gríðarleg viðbrögð og verið innblástur víða um heim þar sem hún hefur verið sýnd. Hefur myndin meðal annars verið sýnd í yfir 20 háskólum í Bandaríkjunum og þar á meðal í lagadeildum Harvard, Stanford og Berkeley. Nýlega tókst með einstaklingssöfnun á netinu að afla 20 þúsund dala til þess að fjármagna Evrópureisu leikstjórans með myndina þar sem hún ferðaðist til 14 áfangastaða og alls staðar voru viðbrögð áhorfenda mikil. Hvar sem myndin er sýnd virðist hún, samkvæmt leikstjóra hennar, vekja sams konar viðbrögð, það er að segja hrifningu og innblástur þeirra sem hana sjá um að hægt sé að breyta samfélaginu með samstilltu átaki borgaranna sjálfra. Þetta er einstakt framtak á heimsvísu og hafa fræðimenn á sviðum lögfræði og stjórnmálafræði skrifað um þetta lærðar greinar. Hér á landi er þó lítið fjallað um málið sem verður að teljast sérstakt í ljósi þess að þetta er vafalaust merkilegasta lýðræðistilraun sem Íslendingar hafa staðið fyrir. Það vekur furðu að það sé fyrir tilstilli Stjórnarskrárfélagsins, lítilla óháðra félagasamtaka, en ekki ríkisfjölmiðils sem myndin er sýnd á Íslandi. Takmarkað fjármagn leiddi til þess að aðeins fáir gátu séð myndina þegar hún var sýnd í Norræna húsinu í byrjun sumars, en staðreyndin er sú að hún á erindi við okkur öll sem hér búum. Því árétta ég áskorun mína um að myndin verði sýnd í Ríkissjónvarpinu á næstunni.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun