Verdens Gang: Þórir með súpertölfræði í undanúrslitaleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2015 13:00 Þórir Hergeirsson og norska landsliðskonan Linn Jorum Sulland. Vísir/AFP Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira