Minna á mikilvægi bílbelta: „Ég missti tvær bestu vinkonur mínar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2015 10:12 Ása Sigurjóna Þorsteinsdóttir lenti í alvarlegu umferðarslysi 17 ára gömul þar sem tvær vinkonur hennar létust og Ása var sjálf í lífshættu í langan tíma. Engin þeirra þriggja var í öryggisbelti en ökumaður bifreiðarinnar, sem hafnaði á staur, var það og hann slasaðist ekki. Í gær gaf Ása íslenska landsliðinu í fótbolta treyjur í samstarfi við Samgöngustofu sem hafa þann tilgang að vekja athygli á mikilvægi bílbelta. „Við erum að afhenda íslenska landsliðinu treyjur sem eru táknræn mynd þess hversu mikilvægt það er að við notum öryggisbelti og að við notum þau alltaf og alls staðar,“ segir Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu.Mikilvægt fyrir landsliðið að geta tekið þátt í svona verkefni Í raun eru fáir sem nota ekki öryggisbelti hér á landi en þeir fáu eru tæplega helmingur þeirra sem létust í bílslysum á síðustu fimm árum. „Fyrir fimm árum, árið 2010, þá lenti ég í alvarlegu bílslysi og ég missti tvær bestu vinkonur mínar og engin af okkur var í bílbelti. Ég var sú eina sem lifði. Mér finnst þetta því mjög mikilvægt, að nota bílbelti, og þess vegna er ég hérna,“ segir Ása Sigurjóna. „Við erum auðvitað komnir í þá stöðu núna að það er mikil umfjöllun um landsliðið og mikil athygli á okkur eins og er. Þannig að ef við getum hjálpað eins og núna þá er það auðvitað mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins.Fólk lítur upp til landsliðsins Ása segir landsliðið vera stolt Íslands og ef að það eigi að hlusta á einhvern þá eru það leikmenn liðsins. „Litlir krakkar, og fólk bara almennt, lítur upp til þeirra. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa þá með í þessu.“ Þetta vilja þau segja við ökumenn: „Þetta er bara mjög einfalt. Þú vilt frekar vera á lífi en dáinn. Það er svo auðvelt að fara í beltið. Það tekur einhverjar tvær sekúndur og þú ert mikið öruggari í belti,“ segir Gylfi. „Hugsið ykkur tvisvar um. Það tekur ykkur nokkrar sekúndur að láta bílbeltið á og það þarf ekki mikið til þess að eitthvað svona gerist eins og gerðist fyrir mig og svo marga aðra sem hafa lent í alvarlegum bílslysum,“ segir Ása Sigurjóna. Fjallað var um málið í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Ása Sigurjóna Þorsteinsdóttir lenti í alvarlegu umferðarslysi 17 ára gömul þar sem tvær vinkonur hennar létust og Ása var sjálf í lífshættu í langan tíma. Engin þeirra þriggja var í öryggisbelti en ökumaður bifreiðarinnar, sem hafnaði á staur, var það og hann slasaðist ekki. Í gær gaf Ása íslenska landsliðinu í fótbolta treyjur í samstarfi við Samgöngustofu sem hafa þann tilgang að vekja athygli á mikilvægi bílbelta. „Við erum að afhenda íslenska landsliðinu treyjur sem eru táknræn mynd þess hversu mikilvægt það er að við notum öryggisbelti og að við notum þau alltaf og alls staðar,“ segir Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu.Mikilvægt fyrir landsliðið að geta tekið þátt í svona verkefni Í raun eru fáir sem nota ekki öryggisbelti hér á landi en þeir fáu eru tæplega helmingur þeirra sem létust í bílslysum á síðustu fimm árum. „Fyrir fimm árum, árið 2010, þá lenti ég í alvarlegu bílslysi og ég missti tvær bestu vinkonur mínar og engin af okkur var í bílbelti. Ég var sú eina sem lifði. Mér finnst þetta því mjög mikilvægt, að nota bílbelti, og þess vegna er ég hérna,“ segir Ása Sigurjóna. „Við erum auðvitað komnir í þá stöðu núna að það er mikil umfjöllun um landsliðið og mikil athygli á okkur eins og er. Þannig að ef við getum hjálpað eins og núna þá er það auðvitað mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins.Fólk lítur upp til landsliðsins Ása segir landsliðið vera stolt Íslands og ef að það eigi að hlusta á einhvern þá eru það leikmenn liðsins. „Litlir krakkar, og fólk bara almennt, lítur upp til þeirra. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa þá með í þessu.“ Þetta vilja þau segja við ökumenn: „Þetta er bara mjög einfalt. Þú vilt frekar vera á lífi en dáinn. Það er svo auðvelt að fara í beltið. Það tekur einhverjar tvær sekúndur og þú ert mikið öruggari í belti,“ segir Gylfi. „Hugsið ykkur tvisvar um. Það tekur ykkur nokkrar sekúndur að láta bílbeltið á og það þarf ekki mikið til þess að eitthvað svona gerist eins og gerðist fyrir mig og svo marga aðra sem hafa lent í alvarlegum bílslysum,“ segir Ása Sigurjóna. Fjallað var um málið í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá innslagið í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira