Karl bað Árna Pál afsökunar á ummælum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. júní 2015 16:23 Sagði að formaður Samfylkingarinnar hefði unnið með hag kröfuhafa að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt. Alþingi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, hafa haft hag kröfuhafa slitabúa föllnu bankanna að leiðarljósi fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar stigur hver á fætur öðrum í pontu til að kalla eftir afsökunarbeiðni – sem hann varð við að loknum nokkrum umræðum. Krafðist afsökuanrbeiðni Fyrst krafðist Oddný G. Harðardóttir þess að Karl myndi draga ummælin til baka en annars yrði kallað til fundar í forsætisnefnd þar sem málið yrði rætt. Össur Skarphéðinsson tók undir þessa ósk Oddnýjar. Hann sagði að ef Karl vildi ekki draga ummælin til baka væri það ásetningur hans að sverta mannorð Árna Páls með ummælunum. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að líða ummælin. „Hér er beinlínis verið að saka þingmann um glæp í þessum ræðustól.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði að þingmenn flokksins hefðu ekki trúað eigin eyrum og því hafi þau ekki brugðist við ummælunum fyrr en búið væri að hlusta á upptöku af ræðu hans. Valgerður Bjarnadóttir spurði þingheim hvað ummælin gætu þýtt annað en að fara gegn þjóð sinni. Óheppinn að heyra ummælin Mörður Árnason sagðist vera svo ógæfusamur að hafa verið í þingsalnum þegar ummæli Karls féllu. Hann sagði að Karl hafi haft tækifæri á að leiðrétta sig strax í lokinni ræðunnar; ummælin hafi fallið í fyrra andsvari hans og hafði því það síðara til að leiðrétta ummælin. Þingmennirnir kölluðu eftir því að hlé yrði gert á þingfundi til að hægt væri að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir málið. Þreyttur á málflutningnum Auk þeirra stigu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í pontu til að ræða ummælin. Guðmundur sagði að málflutningur Framsóknarmanna um að aðrir þingmenn væru að vinna á grundvelli annarrar hagsmuna en þjóðarinnar væri ólíðandi. „Hér fór háttvirtur þingmaður Karl Garðarsson yfir mörkin. Nú er komið nóg,“ sagði hann. Karl Garðarsson yfirgaf salinn tímabundið á meðan umræðunum stóð en tók svo til máls í lok hennar þar sem hann baðst afsökunar. „Ég vil biðja háttvirtan þingmann Árna Pál Árnason afsökunar á því. Þetta var sagt í hita leiksins,“ sagði hann og bætti við að hann hefði gengið of langt.
Alþingi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira