Innlent

Nær fjórfalt fleiri tjón af völdum holuaksturs

Bjarki Ármannsson skrifar
Ástandið á götum höfuðborgarsvæðisins versnar dag frá degi.
Ástandið á götum höfuðborgarsvæðisins versnar dag frá degi. Vísir/Pjetur
Sjóvá hafa borist 122 skýrslur um tjón af völdum holuaksturs það sem af er ári en á sama tíma í fyrra höfðu borist 35 skýrslur. Ástandið á götum höfuðborgarsvæðisins versnar dag frá degi og um helgina samþykkti landsþing Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) ályktun um áskorun til stjórnvalda vegna málsins.

„XXX. landsþing FÍB skorar á ríkisstjórn og sveitarfélög að tryggja Vegagerðinni og öðrum veghöldurum þá fjármuni og önnur verkfæri sem þarf til að hindra frekara niðurbrot vega og gatna,“ segir í ályktuninni.

„Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem umferð er mest á landinu, og á helstu þjóðleiðum utan þess hafa djúp hjólför fengið að myndast í yfirborð vega og gatna og lítið verið gert til úrbóta. FÍB hefur ítrekað varað við þessu ástandi sem er bæði varasamt og háskalegt.“


Tengdar fréttir

Göturnar grotna niður

Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur og raufir eru að finna víða um borgina. Ljósmyndarar Fréttablaðsins mynduðu nokkur slæm tilfelli í Reykjavík í gær. Reykjavíkurborg ráðstafar 130 milljónum króna í malbiksviðgerðir í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×