Innlent

Vekja börnin til umhugsunar

sveinn arnarsson skrifar
Sóley ræðir við börn í Laugarnesskóla. Markmiðið er að fræða ungviðið um réttindi fólks og hversu miklu jafnréttisbaráttan hefur áorkað.
Sóley ræðir við börn í Laugarnesskóla. Markmiðið er að fræða ungviðið um réttindi fólks og hversu miklu jafnréttisbaráttan hefur áorkað. Fréttablaðið/GVA
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, heimsótti Laugarnesskóla í gær og ýtti úr vör verkefni í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2015.

Sóley ræddi við börnin um jafnrétti kynjanna og þær breytingar sem jafnréttisbaráttan hefur fært íslensku samfélagi. Einnig ræddi Sóley við börnin um kosningaréttinn og mikilvægi lýðræðisins. Markmið fræðslunnar er að vekja börn til umhugsunar um stöðu jafnréttismála og hvetja þau til að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi.

Börnin í Laugarnesskóla munu síðan vinna áfram úr fundinum með ýmsum verkefnum í skólanum og öðlast fræðslu um jafnrétti, lýðræði og mannréttindi og hljómsveitin AmabAdamA mun semja lag við réttindaóskir nemenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×