Gagnrýnir töf á friðlýsingum svæða Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 13:51 Formaður Vinstri grænna gagnrýnir umhverfisráðherra harðlega fyrir tafir á framkvæmd vilja Alþingis um friðlýsingu svæða. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira