Orkuveitan borgar 1,7 milljóna króna ferðakostnað fyrir hóp sem fór ekkert Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. desember 2015 07:00 Tveggja daga ferð fimmtán manna hóps til Danmekur kostaði tæplega 1,9 milljón króna. Að auki greiðist 1,7 milljón fyrir 15 sem fóru ekki með. Fréttablaðið/Vilhelm Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða tæplega 1,7 milljónir króna fyrir 15 manna hóp sem fór ekki í áætlaða vinnuferð til Kaupmannahafnar í lok september. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks spurðust fyrir um Kaupamannahafnarferðina í stjórn Orkuveitunnar í nóvember. „Upphaflega var áætlað að stjórnir OR og dótturfélaga færu í ferðina ásamt helstu stjórnendum þessara félaga í því skyni að eiga nauðsynlegan stefnumótunarfund. Þremur dögum fyrir brottför var hins vegar ákveðið að gera þær breytingar á fyrirkomulagi ferðarinnar að í hana færu einungis stjórnarmenn móðurfélags ásamt helstu stjórnendum þess og ráðgjöfum,“ er rakið í fyrirspurn Áslaugar Friðriksdóttur og Kjartans Magnússonar. Úr varð að aðeins tíu af upphaflegum 25 manna hópi fóru til Kaupmannahafnar dagana 27.-29. september. Meðal annars var um að ræða heimsókn í flutninga- og orkufyrirtækið Maersk. Óskuðu Áslaug og Kjartan eftir að öll gögn sem lögð voru fram í ferðinni eða urðu til vegna hennar yrðu lögð fram í stjórn Orkuveitunnar. Einnig báðu þau um upplýsingar um kostnað við ferðina og hvort útgjöld yrðu vegna þeirra sem á endanum fóru ekki utan.Áslaug Friðriksdóttir.„Þá er óskað eftir rökstuðningi fyrir því af hverju nauðsynlegt þótti að halda umræddan fund erlendis,“ segir í fyrirspurn fulltrúanna tveggja sem svarað var skriflega á stjórnarfundi OR 14. desember. „Upphaflega var gert ráð fyrir því að 25 starfsmenn, stjórnarmenn og ráðgjafar færu í ferð stjórnar Orkuveitunnar og dótturfélaga til Kaupmannahafnar. Þær fyrirætlanir breyttust og voru 10 einstaklingar sem fóru,“ segir í svarinu. Þegar farið er yfir ferðakostnaðinn kemur í ljós að Orkuveitan greiðir 1.877 þúsund fyrir tíu manna hópinn sem fór og 1.690 þúsund vegna hópsins sem varð eftir.„Búið var að panta flug fyrir alla auk þess sem gisting og fundakostnaður hafði verið greiddur. Hluti fargjalda fékkst endurgreiddur,“ segir í svarinu þar sem fram kemur að ekki sé „búið að fullreyna möguleika á endurgreiðslu“ vegna gistingar og fargjalda. Í svarinu kemur hvorki fram hvers vegna umræddur fundur var haldinn erlendis né hvers vegna hópurinn var minnkaður svo mikið. „Ekki gafst ráðrúm til að ræða þetta mál á síðasta fundi og minnisblaðið bara lagt fram en við teljum að það megi skýra þetta betur,“ segir Áslaug Friðriksdóttir. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, kveðst ekki geta svarað spurningum Fréttablaðsins um ferðina fyrr en eftir hátíðarnar. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða tæplega 1,7 milljónir króna fyrir 15 manna hóp sem fór ekki í áætlaða vinnuferð til Kaupmannahafnar í lok september. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks spurðust fyrir um Kaupamannahafnarferðina í stjórn Orkuveitunnar í nóvember. „Upphaflega var áætlað að stjórnir OR og dótturfélaga færu í ferðina ásamt helstu stjórnendum þessara félaga í því skyni að eiga nauðsynlegan stefnumótunarfund. Þremur dögum fyrir brottför var hins vegar ákveðið að gera þær breytingar á fyrirkomulagi ferðarinnar að í hana færu einungis stjórnarmenn móðurfélags ásamt helstu stjórnendum þess og ráðgjöfum,“ er rakið í fyrirspurn Áslaugar Friðriksdóttur og Kjartans Magnússonar. Úr varð að aðeins tíu af upphaflegum 25 manna hópi fóru til Kaupmannahafnar dagana 27.-29. september. Meðal annars var um að ræða heimsókn í flutninga- og orkufyrirtækið Maersk. Óskuðu Áslaug og Kjartan eftir að öll gögn sem lögð voru fram í ferðinni eða urðu til vegna hennar yrðu lögð fram í stjórn Orkuveitunnar. Einnig báðu þau um upplýsingar um kostnað við ferðina og hvort útgjöld yrðu vegna þeirra sem á endanum fóru ekki utan.Áslaug Friðriksdóttir.„Þá er óskað eftir rökstuðningi fyrir því af hverju nauðsynlegt þótti að halda umræddan fund erlendis,“ segir í fyrirspurn fulltrúanna tveggja sem svarað var skriflega á stjórnarfundi OR 14. desember. „Upphaflega var gert ráð fyrir því að 25 starfsmenn, stjórnarmenn og ráðgjafar færu í ferð stjórnar Orkuveitunnar og dótturfélaga til Kaupmannahafnar. Þær fyrirætlanir breyttust og voru 10 einstaklingar sem fóru,“ segir í svarinu. Þegar farið er yfir ferðakostnaðinn kemur í ljós að Orkuveitan greiðir 1.877 þúsund fyrir tíu manna hópinn sem fór og 1.690 þúsund vegna hópsins sem varð eftir.„Búið var að panta flug fyrir alla auk þess sem gisting og fundakostnaður hafði verið greiddur. Hluti fargjalda fékkst endurgreiddur,“ segir í svarinu þar sem fram kemur að ekki sé „búið að fullreyna möguleika á endurgreiðslu“ vegna gistingar og fargjalda. Í svarinu kemur hvorki fram hvers vegna umræddur fundur var haldinn erlendis né hvers vegna hópurinn var minnkaður svo mikið. „Ekki gafst ráðrúm til að ræða þetta mál á síðasta fundi og minnisblaðið bara lagt fram en við teljum að það megi skýra þetta betur,“ segir Áslaug Friðriksdóttir. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, kveðst ekki geta svarað spurningum Fréttablaðsins um ferðina fyrr en eftir hátíðarnar.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira