Úreltir stjórnmálamenn Jón Þorvarðarson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Í nýjasta Terminator-tryllinum (2015) vellur upp úr Arnold Schwarzenegger í gervi vélmennisins T-800: „Ég er gamall, en alls ekki úreltur.“ Þetta hátækniundur hafði staðist tímans tönn með svo miklum ágætum að það átti í fullu tré við nýrri útgáfur af sjálfum sér. Þegar ég heyrði þessa setningu velti ég því fyrir mér hvaða pólitíkus skyldi gera þessa setningu að sinni í nánustu framtíð. Ástæðan fyrir því að ég færi þetta í tal er sú að Jóhanna Sigurðardóttir stal – í það minnsta stældi – frægustu setningu T-800 þegar hún hrópaði yfir land og þjóð með kreppta hnefa: „Minn tími mun koma.“ T-800 var að vísu ögn hógværari þegar hann af miklu lítillæti sagði: „Ég mun koma til baka“. Líkt og T-800 þá kom Jóhanna sannarlega til baka. Munurinn á þeim tveimur var hins vegar sá að þegar hún kom til baka, alla leið upp á hæsta tind, var hún orðin gamall og úreltur stjórnmálamaður. Óstraujaður með eldgamalt stýrikerfi. Og ein eymdin bauð annarri heim þegar Jóhanna ákvað að stofna til samstarfs við annan gamlan og úreltan stjórnmálamann, óuppfærðan Steingrím J. Sigfússon. Sama versjón af Steingrími og við þekktum fyrir 30 árum síðan, engin nútíma niðurhöl, engin öpp. Blankur skjár. Gömlu jaxlarnir bitlausir. Hvert var eitt af fyrstu og mikilvægustu verkefnum Steingríms? Jú, að hífa fornvin sinn Svavar Gestsson upp úr djúpi gleymskunnar og ýta á restart. Endurræstur draugur úr fortíðinni skyldi leiða samningaviðræður Íslands vegna Icesave-málsins. Enn á ný stofnuðu úreltir stjórnmálamenn til bræðralags. Haltur leiddi blindan. Forhertir gæjar sem aldrei hefur tekist að svara kalli tímans. Ef þeir skoðanabræður hefðu ráðið ferðinni þá væri þannig umhorfs í íslensku samfélagi (túrismans) að Ísland væri eina ríkið í Evrópu sem bannaði bjór. En það er önnur saga. Og við hverju mátti búast af Svavari? Steingrímur, keyrður upp af gömlu forriti, kunni bara eitt svar og hljómaði eins og biluð grammafónplata þegar hann sagði: „Hann mun landa glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“ En hver flýgur eins og hann er fiðraður, gamli refurinn „crashaði“ illilega í súlnasölum bresku krúnunnar og andstæðingarnir brostu kátbroslega niður í skeggið þegar samningar voru undirritaðir. Leikritið hélt svo áfram að hætti úreltra stjórnmálamanna. Með undraverðum hætti tókst þeim næstum því að plata þjóðina með því að láta hið ranga sýnast rétt og hið rétta sýnast rangt. Líkt og Zenón sem reyndi að telja Forngrikkjum trú um að stríðshetjan Akkilles myndi aldrei ná skjaldbökunni í kapphlaupi, sama hversu lítið forskot hún hefði. Af hverju er endalaust framboð af gömlum og úreltum stjórnmálamönnum á Íslandi? Af hverju komast þessir menn sífellt til æðstu metorða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í nýjasta Terminator-tryllinum (2015) vellur upp úr Arnold Schwarzenegger í gervi vélmennisins T-800: „Ég er gamall, en alls ekki úreltur.“ Þetta hátækniundur hafði staðist tímans tönn með svo miklum ágætum að það átti í fullu tré við nýrri útgáfur af sjálfum sér. Þegar ég heyrði þessa setningu velti ég því fyrir mér hvaða pólitíkus skyldi gera þessa setningu að sinni í nánustu framtíð. Ástæðan fyrir því að ég færi þetta í tal er sú að Jóhanna Sigurðardóttir stal – í það minnsta stældi – frægustu setningu T-800 þegar hún hrópaði yfir land og þjóð með kreppta hnefa: „Minn tími mun koma.“ T-800 var að vísu ögn hógværari þegar hann af miklu lítillæti sagði: „Ég mun koma til baka“. Líkt og T-800 þá kom Jóhanna sannarlega til baka. Munurinn á þeim tveimur var hins vegar sá að þegar hún kom til baka, alla leið upp á hæsta tind, var hún orðin gamall og úreltur stjórnmálamaður. Óstraujaður með eldgamalt stýrikerfi. Og ein eymdin bauð annarri heim þegar Jóhanna ákvað að stofna til samstarfs við annan gamlan og úreltan stjórnmálamann, óuppfærðan Steingrím J. Sigfússon. Sama versjón af Steingrími og við þekktum fyrir 30 árum síðan, engin nútíma niðurhöl, engin öpp. Blankur skjár. Gömlu jaxlarnir bitlausir. Hvert var eitt af fyrstu og mikilvægustu verkefnum Steingríms? Jú, að hífa fornvin sinn Svavar Gestsson upp úr djúpi gleymskunnar og ýta á restart. Endurræstur draugur úr fortíðinni skyldi leiða samningaviðræður Íslands vegna Icesave-málsins. Enn á ný stofnuðu úreltir stjórnmálamenn til bræðralags. Haltur leiddi blindan. Forhertir gæjar sem aldrei hefur tekist að svara kalli tímans. Ef þeir skoðanabræður hefðu ráðið ferðinni þá væri þannig umhorfs í íslensku samfélagi (túrismans) að Ísland væri eina ríkið í Evrópu sem bannaði bjór. En það er önnur saga. Og við hverju mátti búast af Svavari? Steingrímur, keyrður upp af gömlu forriti, kunni bara eitt svar og hljómaði eins og biluð grammafónplata þegar hann sagði: „Hann mun landa glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“ En hver flýgur eins og hann er fiðraður, gamli refurinn „crashaði“ illilega í súlnasölum bresku krúnunnar og andstæðingarnir brostu kátbroslega niður í skeggið þegar samningar voru undirritaðir. Leikritið hélt svo áfram að hætti úreltra stjórnmálamanna. Með undraverðum hætti tókst þeim næstum því að plata þjóðina með því að láta hið ranga sýnast rétt og hið rétta sýnast rangt. Líkt og Zenón sem reyndi að telja Forngrikkjum trú um að stríðshetjan Akkilles myndi aldrei ná skjaldbökunni í kapphlaupi, sama hversu lítið forskot hún hefði. Af hverju er endalaust framboð af gömlum og úreltum stjórnmálamönnum á Íslandi? Af hverju komast þessir menn sífellt til æðstu metorða?
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun