Úreltir stjórnmálamenn Jón Þorvarðarson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Í nýjasta Terminator-tryllinum (2015) vellur upp úr Arnold Schwarzenegger í gervi vélmennisins T-800: „Ég er gamall, en alls ekki úreltur.“ Þetta hátækniundur hafði staðist tímans tönn með svo miklum ágætum að það átti í fullu tré við nýrri útgáfur af sjálfum sér. Þegar ég heyrði þessa setningu velti ég því fyrir mér hvaða pólitíkus skyldi gera þessa setningu að sinni í nánustu framtíð. Ástæðan fyrir því að ég færi þetta í tal er sú að Jóhanna Sigurðardóttir stal – í það minnsta stældi – frægustu setningu T-800 þegar hún hrópaði yfir land og þjóð með kreppta hnefa: „Minn tími mun koma.“ T-800 var að vísu ögn hógværari þegar hann af miklu lítillæti sagði: „Ég mun koma til baka“. Líkt og T-800 þá kom Jóhanna sannarlega til baka. Munurinn á þeim tveimur var hins vegar sá að þegar hún kom til baka, alla leið upp á hæsta tind, var hún orðin gamall og úreltur stjórnmálamaður. Óstraujaður með eldgamalt stýrikerfi. Og ein eymdin bauð annarri heim þegar Jóhanna ákvað að stofna til samstarfs við annan gamlan og úreltan stjórnmálamann, óuppfærðan Steingrím J. Sigfússon. Sama versjón af Steingrími og við þekktum fyrir 30 árum síðan, engin nútíma niðurhöl, engin öpp. Blankur skjár. Gömlu jaxlarnir bitlausir. Hvert var eitt af fyrstu og mikilvægustu verkefnum Steingríms? Jú, að hífa fornvin sinn Svavar Gestsson upp úr djúpi gleymskunnar og ýta á restart. Endurræstur draugur úr fortíðinni skyldi leiða samningaviðræður Íslands vegna Icesave-málsins. Enn á ný stofnuðu úreltir stjórnmálamenn til bræðralags. Haltur leiddi blindan. Forhertir gæjar sem aldrei hefur tekist að svara kalli tímans. Ef þeir skoðanabræður hefðu ráðið ferðinni þá væri þannig umhorfs í íslensku samfélagi (túrismans) að Ísland væri eina ríkið í Evrópu sem bannaði bjór. En það er önnur saga. Og við hverju mátti búast af Svavari? Steingrímur, keyrður upp af gömlu forriti, kunni bara eitt svar og hljómaði eins og biluð grammafónplata þegar hann sagði: „Hann mun landa glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“ En hver flýgur eins og hann er fiðraður, gamli refurinn „crashaði“ illilega í súlnasölum bresku krúnunnar og andstæðingarnir brostu kátbroslega niður í skeggið þegar samningar voru undirritaðir. Leikritið hélt svo áfram að hætti úreltra stjórnmálamanna. Með undraverðum hætti tókst þeim næstum því að plata þjóðina með því að láta hið ranga sýnast rétt og hið rétta sýnast rangt. Líkt og Zenón sem reyndi að telja Forngrikkjum trú um að stríðshetjan Akkilles myndi aldrei ná skjaldbökunni í kapphlaupi, sama hversu lítið forskot hún hefði. Af hverju er endalaust framboð af gömlum og úreltum stjórnmálamönnum á Íslandi? Af hverju komast þessir menn sífellt til æðstu metorða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Í nýjasta Terminator-tryllinum (2015) vellur upp úr Arnold Schwarzenegger í gervi vélmennisins T-800: „Ég er gamall, en alls ekki úreltur.“ Þetta hátækniundur hafði staðist tímans tönn með svo miklum ágætum að það átti í fullu tré við nýrri útgáfur af sjálfum sér. Þegar ég heyrði þessa setningu velti ég því fyrir mér hvaða pólitíkus skyldi gera þessa setningu að sinni í nánustu framtíð. Ástæðan fyrir því að ég færi þetta í tal er sú að Jóhanna Sigurðardóttir stal – í það minnsta stældi – frægustu setningu T-800 þegar hún hrópaði yfir land og þjóð með kreppta hnefa: „Minn tími mun koma.“ T-800 var að vísu ögn hógværari þegar hann af miklu lítillæti sagði: „Ég mun koma til baka“. Líkt og T-800 þá kom Jóhanna sannarlega til baka. Munurinn á þeim tveimur var hins vegar sá að þegar hún kom til baka, alla leið upp á hæsta tind, var hún orðin gamall og úreltur stjórnmálamaður. Óstraujaður með eldgamalt stýrikerfi. Og ein eymdin bauð annarri heim þegar Jóhanna ákvað að stofna til samstarfs við annan gamlan og úreltan stjórnmálamann, óuppfærðan Steingrím J. Sigfússon. Sama versjón af Steingrími og við þekktum fyrir 30 árum síðan, engin nútíma niðurhöl, engin öpp. Blankur skjár. Gömlu jaxlarnir bitlausir. Hvert var eitt af fyrstu og mikilvægustu verkefnum Steingríms? Jú, að hífa fornvin sinn Svavar Gestsson upp úr djúpi gleymskunnar og ýta á restart. Endurræstur draugur úr fortíðinni skyldi leiða samningaviðræður Íslands vegna Icesave-málsins. Enn á ný stofnuðu úreltir stjórnmálamenn til bræðralags. Haltur leiddi blindan. Forhertir gæjar sem aldrei hefur tekist að svara kalli tímans. Ef þeir skoðanabræður hefðu ráðið ferðinni þá væri þannig umhorfs í íslensku samfélagi (túrismans) að Ísland væri eina ríkið í Evrópu sem bannaði bjór. En það er önnur saga. Og við hverju mátti búast af Svavari? Steingrímur, keyrður upp af gömlu forriti, kunni bara eitt svar og hljómaði eins og biluð grammafónplata þegar hann sagði: „Hann mun landa glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“ En hver flýgur eins og hann er fiðraður, gamli refurinn „crashaði“ illilega í súlnasölum bresku krúnunnar og andstæðingarnir brostu kátbroslega niður í skeggið þegar samningar voru undirritaðir. Leikritið hélt svo áfram að hætti úreltra stjórnmálamanna. Með undraverðum hætti tókst þeim næstum því að plata þjóðina með því að láta hið ranga sýnast rétt og hið rétta sýnast rangt. Líkt og Zenón sem reyndi að telja Forngrikkjum trú um að stríðshetjan Akkilles myndi aldrei ná skjaldbökunni í kapphlaupi, sama hversu lítið forskot hún hefði. Af hverju er endalaust framboð af gömlum og úreltum stjórnmálamönnum á Íslandi? Af hverju komast þessir menn sífellt til æðstu metorða?
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar