Rannsaka hótun í garð lögreglustjóra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júlí 2015 07:00 Konan á að hafa hótað lögreglustjóranum lífláti í gegnum samfélagsmiðla. vísir/pjetur Kona er grunuð um að hafa haft í hótunum við lögreglustjórann á Suðurlandi og aðra starfsmenn embættisins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vararíkissaksóknari með málið á borði hjá sér og mun fela öðru lögregluembætti rannsókn málsins. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Oddur segir að lögreglan á Suðurlandi sé vanhæf til þess að rannsaka málið vegna tengsla. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hótaði konan lögreglustjóranum og öðrum starfsmönnum embættisins líkamsmeiðingum og lífláti í gegnum samfélagsmiðla. Atvikið átti sér stað í síðustu viku og var framkvæmd húsleit á heimili konunnar á Selfossi síðastliðinn miðvikudag. Konan var handtekin í kjölfarið og færð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er konan fædd árið 1963 og er því rúmlega fimmtug. Hún hefur áður komið við sögu lögreglu. Konan gæti átt yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir brot gegn valdstjórninni. „Það koma alltaf upp svona tilvik reglulega og ég myndi segja að hótanir í garð lögreglu væru frekar algengar,“ segir Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bætir því við að vel sé fylgst með öryggi og öryggistilfinningu lögreglumanna. „Við reynum að bæta öryggi eins og við getum.“ Þá segir Ólafur Örn að embætti ríkissaksóknara bjóði starfsmönnum sem verða fyrir hótunum upp á stuðning á kostnað embættisins. „Það eru oftast sálfræðitímar.“ Þá er stuðningur einnig í boði fyrir fjölskyldu þess sem verður fyrir hótunum. „Maki og börn þess aðila sem verður fyrir hótunum fá einnig aðstoð sérfræðinga eftir slík atvik.“ Niðurstöður könnunar sem embætti ríkislögreglustjóra gerði árið 2010 sýna að um 70 prósent lögreglumanna hafa orðið fyrir hótun í vinnu og 26 prósent utan vinnutíma vegna starfs síns. Könnunin byggir á svörum 397 lögreglumanna. Þá höfðu um 40 prósent lögreglumanna orðið fyrir ofbeldi í starfi og þrjú prósent utan vinnutíma. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Kona er grunuð um að hafa haft í hótunum við lögreglustjórann á Suðurlandi og aðra starfsmenn embættisins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vararíkissaksóknari með málið á borði hjá sér og mun fela öðru lögregluembætti rannsókn málsins. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Oddur segir að lögreglan á Suðurlandi sé vanhæf til þess að rannsaka málið vegna tengsla. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hótaði konan lögreglustjóranum og öðrum starfsmönnum embættisins líkamsmeiðingum og lífláti í gegnum samfélagsmiðla. Atvikið átti sér stað í síðustu viku og var framkvæmd húsleit á heimili konunnar á Selfossi síðastliðinn miðvikudag. Konan var handtekin í kjölfarið og færð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er konan fædd árið 1963 og er því rúmlega fimmtug. Hún hefur áður komið við sögu lögreglu. Konan gæti átt yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir brot gegn valdstjórninni. „Það koma alltaf upp svona tilvik reglulega og ég myndi segja að hótanir í garð lögreglu væru frekar algengar,“ segir Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bætir því við að vel sé fylgst með öryggi og öryggistilfinningu lögreglumanna. „Við reynum að bæta öryggi eins og við getum.“ Þá segir Ólafur Örn að embætti ríkissaksóknara bjóði starfsmönnum sem verða fyrir hótunum upp á stuðning á kostnað embættisins. „Það eru oftast sálfræðitímar.“ Þá er stuðningur einnig í boði fyrir fjölskyldu þess sem verður fyrir hótunum. „Maki og börn þess aðila sem verður fyrir hótunum fá einnig aðstoð sérfræðinga eftir slík atvik.“ Niðurstöður könnunar sem embætti ríkislögreglustjóra gerði árið 2010 sýna að um 70 prósent lögreglumanna hafa orðið fyrir hótun í vinnu og 26 prósent utan vinnutíma vegna starfs síns. Könnunin byggir á svörum 397 lögreglumanna. Þá höfðu um 40 prósent lögreglumanna orðið fyrir ofbeldi í starfi og þrjú prósent utan vinnutíma.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira