Innlent

Tíundi fundurinn er að baki

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Álverið Grundartanga. Starfsmenn vilja aukna hlutdeild í góðu gengi álversins, segir á vef VLFA.
Álverið Grundartanga. Starfsmenn vilja aukna hlutdeild í góðu gengi álversins, segir á vef VLFA. Fréttablaðið/Vilhelm
Enn ber mikið í milli vegna kjarasamnings starfsmanna Norðuráls, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Í gær var tíundi fundurinn í deilunni hjá Ríkissáttasemjara.

Kjarasamningur starfsmanna rann út um áramót.

Á fundinum átti að fara yfir hin ýmsu atriði er snúa að kröfugerð stéttarfélaganna.

„En ein aðalkrafan er hvellskýr: að grunnlaun fyrir dagvinnu hækki umtalsvert enda eru grunnlaunin í dag því miður alltof lág,“ segir á vef verkalýðsfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×