Innlent

„Alvarlegt og óvenjulegt ástand“: Ærdauði að minnsta kosti 120 prósent meiri en í fyrra

Bjarki Ármannsson skrifar
Matvælastofnun rannsakar áfram dularfullan sauðfjárdauða víða um land.
Matvælastofnun rannsakar áfram dularfullan sauðfjárdauða víða um land. Vísir/Vilhelm
Niðurstöður ítarlegrar spurningakönnunar til allra sauðfjárbænda landsins sýna glöggt alvarlegt ástand vegna óútskýrðs ærdauða í vetur og vor. Ærdauði í vor er að minnsta kosti 120 prósent meiri en síðasta árið, samkvæmt svörum þeirra 223 bænda sem tekið hafa þátt í könnuninni.

Könnunin var send út af Landssamtökum sauðfjárbænda og Matvælastofnunar en áframhaldandi rannsókn á fyrirbærinu er nú alfarið í höndum Matvælastofnunar. Tíu fjárbú hafa verið valin til rannsókna og töku blóðsýna sem send verða til framhaldsrannsóknar í Osló.

Þúsundir kinda hafa veslast upp og drepist víða um land frá því um áramót. Þeir bændur sem svöruðu könnuninni segjast alls hafa misst 2.741 ær í vor og vetur. Þó má reikna með að heildartalan sé enn hærri, enda margir sem ekki hafa svarað könnuninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×