Innlent

Fimm milljónir króna í rannsókn á heilsu fatlaðra

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Við framkvæmdina verður haft samstarf við samtök fatlaðs fólks.
Við framkvæmdina verður haft samstarf við samtök fatlaðs fólks. vísir/ernir
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur veitt fimm milljónir króna til að standa straum af rannsókn á ýmsum þáttum sem varða heilbrigði fatlaðs fólks. Embætti landlæknis ber ábyrgð á framkvæmd rannsóknarinnar. Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytisins.

Ráðist verður í gerð rannsóknarinnar í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem áhersla er lögð á að afla upplýsinga sem veita skýra mynd af heilbrigði fatlaðs fólks á Íslandi.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir í lok næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×