Innlent

BHM-félögin boða til samstöðufundar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Komið verður saman á Lækjartorgi klukkan 13 í dag.
Komið verður saman á Lækjartorgi klukkan 13 í dag. vísir/pjetur
BHM-félögin ætla að koma saman á Lækjartorgi í dag klukkan 13. Gengið verðir að fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem afhent verður áskorun til ráðherra þess efnis að stjórnvöld forgangsraði í þágu þekkingar á vinnumarkaði og að mennt verði metin til launa.

Fundað verður í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún 6 að göngu lokinni.


Tengdar fréttir

Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki

Samninganefnd ríkisins þarf að sækja meira umboð í bakland sitt, segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM leggja niður störf í dag í allsherjarverkfalli. Fundað verður aftur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun.

Um þrjú þúsund í verkfall á morgun

Allsherjarverkfall Bandalags háskólamanna skellur á á morgun þegar um þrjú þúsund félagsmenn leggja niður störf í fjórar klukkustundir. Samingafundi BHM og ríkisins lauk rétt fyrir klukkan fjögur í dag án þess að samkomulag næðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×