Lífaldur kvenna hríðfallið: „Aðvörun fyrir okkur Íslendinga“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2015 11:00 "Við þurfum að horfa til þess að við höfum ekki haft nógu mikinn mannafla í heilsugæslu og það er sú stétt sem fylgir eftir fjölskyldum og á að þekkja áhættuþætti fjölskyldna.“ vísir/getty Lífaldur kvenna í Bretlandi hefur hríðfallið og ekki verið eins lágur í um tvo áratugi. Lífsstíll þeirra er farinn að svipa æ meira til lífsstíls karla, konur eru farnir að reykja og drekka í meiri mæli ásamt því að hreyfingu er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn sem Telegraph sagði frá. Arnar Hauksson kvensjúkdómasérfræðingur segir slíkar fregnir eiga að vera Íslendingum víti til varnaðar. „Undanfarið hefur hallað á verri veg. Það hefur verið flótti úr breskum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum til Evrópu út af miklu álagi og launum þannig að Bretar hafa verið á eftir okkur í heilsufarseftirliti,“ sagði hann í þættinum Reykjavík síðdegis í gær. Því sé mikilvægt að huga betur að heilbrigðiskerfinu hér á landi.Endurnýjunin ekki næg „Við höfum verið að missa talsvert úr landi og líka hérna á Íslandi. Við þurfum að horfa til þess að við höfum ekki haft nógu mikinn mannafla í heilsugæslu og það er sú stétt sem fylgir eftir fjölskyldum og á að þekkja áhættuþætti fjölskyldna og fylgja því svo eftir til langs tíma. En þegar við missum þessa ágætu sérfræðinga úr okkar út af heilsugæslunni þá verður ekki nægileg endurnýjun. Það að sjálfsögðu leiðir til þess að fólk sem er ekki þeim mun ákveðnara og frekar að troða sér inn í eftirlit annars staðar að það er ekki undir sama öryggsiventli og þeir sem enn hafa sína heimilislækna.“ Þá segir hann íslenskar konur upp til hópa heilbrigðar. Þær stundi meiri líkamsrækt og hugi betur að líkama og sál en til dæmis þær bresku. „En þetta er aðvörun fyrir okkur Íslendinga þegar við fáum svona fréttir að utan. Við byrjum að horfa í okkar eigin heim. Hvað hafa þeir gert sem við erum ekki að gera á Íslandi?“Íslenskar konur dregist aftur úrÍ tölum frá Hagstofunni sem gefnar voru út í fyrra voru lífslíkur íslenskra kvenna lengi vel hæstar í heiminum. Þær hafa þó dregist nokkuð aftur úr stallsystrum sínum í Evrópu á þessari öld. Ástæðan er hraðari aukning ævilengdar í nokkrum Evrópulöndum. Árið 2012 var meðalævilengd íslenskra kvenna 84,3 ár. Elstar evrópskra kvenna verða konur á Spáni, Frakklandi og Liechtenstein. Íslenskir karlmenn voru þó langlífastir árið 2012 en frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig rúmlega tveimur árum í meðalævilengd. Viðtalið við Arnar Hauksson má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Lífaldur kvenna í Bretlandi hefur hríðfallið og ekki verið eins lágur í um tvo áratugi. Lífsstíll þeirra er farinn að svipa æ meira til lífsstíls karla, konur eru farnir að reykja og drekka í meiri mæli ásamt því að hreyfingu er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn sem Telegraph sagði frá. Arnar Hauksson kvensjúkdómasérfræðingur segir slíkar fregnir eiga að vera Íslendingum víti til varnaðar. „Undanfarið hefur hallað á verri veg. Það hefur verið flótti úr breskum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum til Evrópu út af miklu álagi og launum þannig að Bretar hafa verið á eftir okkur í heilsufarseftirliti,“ sagði hann í þættinum Reykjavík síðdegis í gær. Því sé mikilvægt að huga betur að heilbrigðiskerfinu hér á landi.Endurnýjunin ekki næg „Við höfum verið að missa talsvert úr landi og líka hérna á Íslandi. Við þurfum að horfa til þess að við höfum ekki haft nógu mikinn mannafla í heilsugæslu og það er sú stétt sem fylgir eftir fjölskyldum og á að þekkja áhættuþætti fjölskyldna og fylgja því svo eftir til langs tíma. En þegar við missum þessa ágætu sérfræðinga úr okkar út af heilsugæslunni þá verður ekki nægileg endurnýjun. Það að sjálfsögðu leiðir til þess að fólk sem er ekki þeim mun ákveðnara og frekar að troða sér inn í eftirlit annars staðar að það er ekki undir sama öryggsiventli og þeir sem enn hafa sína heimilislækna.“ Þá segir hann íslenskar konur upp til hópa heilbrigðar. Þær stundi meiri líkamsrækt og hugi betur að líkama og sál en til dæmis þær bresku. „En þetta er aðvörun fyrir okkur Íslendinga þegar við fáum svona fréttir að utan. Við byrjum að horfa í okkar eigin heim. Hvað hafa þeir gert sem við erum ekki að gera á Íslandi?“Íslenskar konur dregist aftur úrÍ tölum frá Hagstofunni sem gefnar voru út í fyrra voru lífslíkur íslenskra kvenna lengi vel hæstar í heiminum. Þær hafa þó dregist nokkuð aftur úr stallsystrum sínum í Evrópu á þessari öld. Ástæðan er hraðari aukning ævilengdar í nokkrum Evrópulöndum. Árið 2012 var meðalævilengd íslenskra kvenna 84,3 ár. Elstar evrópskra kvenna verða konur á Spáni, Frakklandi og Liechtenstein. Íslenskir karlmenn voru þó langlífastir árið 2012 en frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig rúmlega tveimur árum í meðalævilengd. Viðtalið við Arnar Hauksson má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira