Innlent

Sveiflaði hnífi að knæpugestum

Engan sakaði í Breiðholti.
Engan sakaði í Breiðholti. Vísir/ANton
Svo oft sem áður hafði lögreglan í nógu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.

Alls voru sex einstaklingar, sem ýmist voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefnamisferli, teknir í blóðsýnatöku og þá þurftu þó nokkrir að gista fangageymslur vegna annarlegs ástands. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullar og búið að gera ráðstafanir að virkja geymslu í Hafnarfirði ef á þyrfti að halda, eins og fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Laust fyr­ir klukk­an hálf fjög­ur í nótt hand­tók hún konu vegna gruns um ölv­unar­akst­ur, en talið er að kon­an hafi meðal ann­ars ekið utan í fjór­ar bif­reiðar. Hún var vistuð í fanga­geymslu.

Þá var lögreglu tilkynnt skemmdarverk á bifreið við Laugardalshöll búið að hoppa á þaki bifreiðarinnar. Gerandinn er þó ókunnur og er málið til rannsóknar.

Maður komst í kast við lögin þegar hann gerðist vís að vopnalagabroti skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Hann hafði þá veifað hnífi að fólki á Búálfinum, knæpu í Breiðholti og gistir hann nú í fangageymslu.

Auk ofangeinds var töluverður erill hjá lögreglu vegna almennrar ölvunar og hávaða í heimahúsum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×