„Ef menn greiða ekki þessar hækkanir þá einfaldlega látum við vita hvaða fyrirtæki þetta eru“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 2. ágúst 2015 19:05 Dæmi eru um að fyrirtæki telji sig ekki þurfa að greiða kjarasamningsbundnar launahækkanir. Formaður VR segir rangt að fyrirtæki þurfi að hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga og hefur áhyggjur af því að kaupmáttaraukning sem fylgja átti samningunum verði ekki eins og stefnt var að. „Það er rangt þegar þeir telja sig þurfa hækka jafn mikið og launahækkanirnar eru vegna þess að það er mismunandi hvernig launahlutfallið er í rekstri fyrirtækja. Það er einhver mýta í gangi um það að þegar þú hækkar laun um þrjú prósent þá þurfi vöruverð að hækka um þrjú prósent. Það er bara einfaldlega rangt. Þeir verða bara standa með okkur í þessu til þess að til þes að skila hér auknum kaupmætti eins og til stóð með gerð þessara samninga.“ Formaður VR segir engar forsendur fyrir því að hækka þurfi vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarsamninga. Margt þurfi að ganga upp til þess að samningar haldist út samningstímann „Nú þurfa allir aðilar að taka sama höndum. Þða er ekki eingöngu á höndum launamannsins að kaupmáttaraukning verði hér. Þetta er heildarverkefni fyrir alla til þess að takast á við. Og við skulum bara vona að menn stígi samhliða inn í þessa vegferð og að við sjáum kaupmáttaraukningu og að við þurfum ekki að rifta samningum hér í byrjun næsta árs.“ Hún segir verðhækkanir geti haft það í för með sér að kaupmáttaraukning sem fylgja átti samningunum verði ekki eins og stefnt var að. Einnig hefur orðið vart við það að fyrirtæki telji sig ekki þurfa gera kjarasamningsbundnar launahækkanir. „Þeim ber að sjálfsögðu skylda til þess að greiða þessa launahækkanir. Menn hafa verið að skorast undan og telja sig ekki þurfa að gera þetta á þeim forsendum að þeir séu ekki að greiða starfsfólkinu sínu taxtalaun, en það er bara rangt. Við semjum um grunnhækkanir og allar þær prósentuhækkanir sem koma fram í kjarasamningum ber þeim að greiða eins og allt annað. Hefur borið mikið á slíkum ábendingum? "Já, því miður. Það voru tvö stór fyrirtæki en þau brugðust fljótt við og gerðu leiðréttingu á því. Það er eitt fyrirtæki núna sem við fylgjum fast eftir í næstu viku með. Ef menn greiða ekki þessar hækkanir þá einfaldlega látum við vita hvaða fyrirtæki þetta eru.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Dæmi eru um að fyrirtæki telji sig ekki þurfa að greiða kjarasamningsbundnar launahækkanir. Formaður VR segir rangt að fyrirtæki þurfi að hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga og hefur áhyggjur af því að kaupmáttaraukning sem fylgja átti samningunum verði ekki eins og stefnt var að. „Það er rangt þegar þeir telja sig þurfa hækka jafn mikið og launahækkanirnar eru vegna þess að það er mismunandi hvernig launahlutfallið er í rekstri fyrirtækja. Það er einhver mýta í gangi um það að þegar þú hækkar laun um þrjú prósent þá þurfi vöruverð að hækka um þrjú prósent. Það er bara einfaldlega rangt. Þeir verða bara standa með okkur í þessu til þess að til þes að skila hér auknum kaupmætti eins og til stóð með gerð þessara samninga.“ Formaður VR segir engar forsendur fyrir því að hækka þurfi vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarsamninga. Margt þurfi að ganga upp til þess að samningar haldist út samningstímann „Nú þurfa allir aðilar að taka sama höndum. Þða er ekki eingöngu á höndum launamannsins að kaupmáttaraukning verði hér. Þetta er heildarverkefni fyrir alla til þess að takast á við. Og við skulum bara vona að menn stígi samhliða inn í þessa vegferð og að við sjáum kaupmáttaraukningu og að við þurfum ekki að rifta samningum hér í byrjun næsta árs.“ Hún segir verðhækkanir geti haft það í för með sér að kaupmáttaraukning sem fylgja átti samningunum verði ekki eins og stefnt var að. Einnig hefur orðið vart við það að fyrirtæki telji sig ekki þurfa gera kjarasamningsbundnar launahækkanir. „Þeim ber að sjálfsögðu skylda til þess að greiða þessa launahækkanir. Menn hafa verið að skorast undan og telja sig ekki þurfa að gera þetta á þeim forsendum að þeir séu ekki að greiða starfsfólkinu sínu taxtalaun, en það er bara rangt. Við semjum um grunnhækkanir og allar þær prósentuhækkanir sem koma fram í kjarasamningum ber þeim að greiða eins og allt annað. Hefur borið mikið á slíkum ábendingum? "Já, því miður. Það voru tvö stór fyrirtæki en þau brugðust fljótt við og gerðu leiðréttingu á því. Það er eitt fyrirtæki núna sem við fylgjum fast eftir í næstu viku með. Ef menn greiða ekki þessar hækkanir þá einfaldlega látum við vita hvaða fyrirtæki þetta eru.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira