Þónokkrir styrktarsjóðir of litlir og líka úreltir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 12:00 Í háskólanum. Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þónokkrir af 53 styrktarsjóðum Háskóla Íslands eru svo litlir að einungis er hægt að úthluta úr þeim á margra ára fresti. Aðrir eru orðnir úreltir vegna ákvæða sem í þeim eru. Stjórn styrktarsjóðanna hyggst nú skoða hvernig hagræða megi starfsemi sjóðanna til að fjölga úthlutunum styrkja, að sögn Helgu Brár Árnadóttur, umsjónarmanns styrktarsjóða háskólans. „Við þurfum að færa sjóðina nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar eru sjóðirnir stærri og virkari og gefendur fá skattaívilnun. Það gæti verið hvatning til að gefa peningagjafir til vísinda og rannsókna. Til þess að hægt sé að veita árlega úthlutun þurfa sjóðirnir að vera með að minnsta kosti 20 til 30 milljóna króna höfuðstól. Þónokkrir eru undir þessu,“ segir Helga Brá. Hún getur þess jafnframt að sú upphæð sem er til úthlutunar minnki vegna þess að greiða þarf fjármagnstekjuskatt af eignum styrktarsjóðanna.Hver og einn sjóður hefur staðfesta skipulagsskrá. „Skipulagsskráin er skrifuð út frá vilja gefenda sem stofna minningarsjóð um sig eða nákomna ættingja. Ákveðinn hluti höfuðstóls er bundinn til að sjóðirnir lifi sem lengst. Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil og úthlutun sjaldnar. Sumar skipulagsskrár eru hins vegar úreltar eins og þegar segir til dæmis að styrkja eigi bóndason úr einhverju ákveðnu byggðarlagi.“ Af og til eru háskólanum gefnar fasteignir til að stofna minningarsjóð. Dæmi um slíkan sjóð er Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur en auglýst var um umsóknir um styrk úr sjóðnum nú í síðustu viku. Áslaug, sem lést 2011, arfleiddi Háskóla Íslands að fasteigninni Bjarkargötu 12 í Reykjavík til minningar um foreldra sína og jafnframt að 25 prósentum af öllum bankainnistæðum og verðbréfum í sinni eigu. Fasteignin var seld og er stofnframlag sjóðsins 120 milljónir króna. Heimilt er að úthluta til styrkja allt að 100 milljónum króna á sjö til 10 ára tímabili sem dreifist sem jafnast á hvert ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Fyrst af öllu er sjóðnum ætlað að styrkja málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu. „Nú er verið að auglýsa í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki úr þessum sjóð,“ greinir Helga Brá frá. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þónokkrir af 53 styrktarsjóðum Háskóla Íslands eru svo litlir að einungis er hægt að úthluta úr þeim á margra ára fresti. Aðrir eru orðnir úreltir vegna ákvæða sem í þeim eru. Stjórn styrktarsjóðanna hyggst nú skoða hvernig hagræða megi starfsemi sjóðanna til að fjölga úthlutunum styrkja, að sögn Helgu Brár Árnadóttur, umsjónarmanns styrktarsjóða háskólans. „Við þurfum að færa sjóðina nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar eru sjóðirnir stærri og virkari og gefendur fá skattaívilnun. Það gæti verið hvatning til að gefa peningagjafir til vísinda og rannsókna. Til þess að hægt sé að veita árlega úthlutun þurfa sjóðirnir að vera með að minnsta kosti 20 til 30 milljóna króna höfuðstól. Þónokkrir eru undir þessu,“ segir Helga Brá. Hún getur þess jafnframt að sú upphæð sem er til úthlutunar minnki vegna þess að greiða þarf fjármagnstekjuskatt af eignum styrktarsjóðanna.Hver og einn sjóður hefur staðfesta skipulagsskrá. „Skipulagsskráin er skrifuð út frá vilja gefenda sem stofna minningarsjóð um sig eða nákomna ættingja. Ákveðinn hluti höfuðstóls er bundinn til að sjóðirnir lifi sem lengst. Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil og úthlutun sjaldnar. Sumar skipulagsskrár eru hins vegar úreltar eins og þegar segir til dæmis að styrkja eigi bóndason úr einhverju ákveðnu byggðarlagi.“ Af og til eru háskólanum gefnar fasteignir til að stofna minningarsjóð. Dæmi um slíkan sjóð er Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur en auglýst var um umsóknir um styrk úr sjóðnum nú í síðustu viku. Áslaug, sem lést 2011, arfleiddi Háskóla Íslands að fasteigninni Bjarkargötu 12 í Reykjavík til minningar um foreldra sína og jafnframt að 25 prósentum af öllum bankainnistæðum og verðbréfum í sinni eigu. Fasteignin var seld og er stofnframlag sjóðsins 120 milljónir króna. Heimilt er að úthluta til styrkja allt að 100 milljónum króna á sjö til 10 ára tímabili sem dreifist sem jafnast á hvert ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Fyrst af öllu er sjóðnum ætlað að styrkja málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu. „Nú er verið að auglýsa í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki úr þessum sjóð,“ greinir Helga Brá frá.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira