Þónokkrir styrktarsjóðir of litlir og líka úreltir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 12:00 Í háskólanum. Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þónokkrir af 53 styrktarsjóðum Háskóla Íslands eru svo litlir að einungis er hægt að úthluta úr þeim á margra ára fresti. Aðrir eru orðnir úreltir vegna ákvæða sem í þeim eru. Stjórn styrktarsjóðanna hyggst nú skoða hvernig hagræða megi starfsemi sjóðanna til að fjölga úthlutunum styrkja, að sögn Helgu Brár Árnadóttur, umsjónarmanns styrktarsjóða háskólans. „Við þurfum að færa sjóðina nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar eru sjóðirnir stærri og virkari og gefendur fá skattaívilnun. Það gæti verið hvatning til að gefa peningagjafir til vísinda og rannsókna. Til þess að hægt sé að veita árlega úthlutun þurfa sjóðirnir að vera með að minnsta kosti 20 til 30 milljóna króna höfuðstól. Þónokkrir eru undir þessu,“ segir Helga Brá. Hún getur þess jafnframt að sú upphæð sem er til úthlutunar minnki vegna þess að greiða þarf fjármagnstekjuskatt af eignum styrktarsjóðanna.Hver og einn sjóður hefur staðfesta skipulagsskrá. „Skipulagsskráin er skrifuð út frá vilja gefenda sem stofna minningarsjóð um sig eða nákomna ættingja. Ákveðinn hluti höfuðstóls er bundinn til að sjóðirnir lifi sem lengst. Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil og úthlutun sjaldnar. Sumar skipulagsskrár eru hins vegar úreltar eins og þegar segir til dæmis að styrkja eigi bóndason úr einhverju ákveðnu byggðarlagi.“ Af og til eru háskólanum gefnar fasteignir til að stofna minningarsjóð. Dæmi um slíkan sjóð er Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur en auglýst var um umsóknir um styrk úr sjóðnum nú í síðustu viku. Áslaug, sem lést 2011, arfleiddi Háskóla Íslands að fasteigninni Bjarkargötu 12 í Reykjavík til minningar um foreldra sína og jafnframt að 25 prósentum af öllum bankainnistæðum og verðbréfum í sinni eigu. Fasteignin var seld og er stofnframlag sjóðsins 120 milljónir króna. Heimilt er að úthluta til styrkja allt að 100 milljónum króna á sjö til 10 ára tímabili sem dreifist sem jafnast á hvert ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Fyrst af öllu er sjóðnum ætlað að styrkja málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu. „Nú er verið að auglýsa í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki úr þessum sjóð,“ greinir Helga Brá frá. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Þónokkrir af 53 styrktarsjóðum Háskóla Íslands eru svo litlir að einungis er hægt að úthluta úr þeim á margra ára fresti. Aðrir eru orðnir úreltir vegna ákvæða sem í þeim eru. Stjórn styrktarsjóðanna hyggst nú skoða hvernig hagræða megi starfsemi sjóðanna til að fjölga úthlutunum styrkja, að sögn Helgu Brár Árnadóttur, umsjónarmanns styrktarsjóða háskólans. „Við þurfum að færa sjóðina nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar eru sjóðirnir stærri og virkari og gefendur fá skattaívilnun. Það gæti verið hvatning til að gefa peningagjafir til vísinda og rannsókna. Til þess að hægt sé að veita árlega úthlutun þurfa sjóðirnir að vera með að minnsta kosti 20 til 30 milljóna króna höfuðstól. Þónokkrir eru undir þessu,“ segir Helga Brá. Hún getur þess jafnframt að sú upphæð sem er til úthlutunar minnki vegna þess að greiða þarf fjármagnstekjuskatt af eignum styrktarsjóðanna.Hver og einn sjóður hefur staðfesta skipulagsskrá. „Skipulagsskráin er skrifuð út frá vilja gefenda sem stofna minningarsjóð um sig eða nákomna ættingja. Ákveðinn hluti höfuðstóls er bundinn til að sjóðirnir lifi sem lengst. Ef upphæðin er lág þá verður ávöxtunin lítil og úthlutun sjaldnar. Sumar skipulagsskrár eru hins vegar úreltar eins og þegar segir til dæmis að styrkja eigi bóndason úr einhverju ákveðnu byggðarlagi.“ Af og til eru háskólanum gefnar fasteignir til að stofna minningarsjóð. Dæmi um slíkan sjóð er Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur en auglýst var um umsóknir um styrk úr sjóðnum nú í síðustu viku. Áslaug, sem lést 2011, arfleiddi Háskóla Íslands að fasteigninni Bjarkargötu 12 í Reykjavík til minningar um foreldra sína og jafnframt að 25 prósentum af öllum bankainnistæðum og verðbréfum í sinni eigu. Fasteignin var seld og er stofnframlag sjóðsins 120 milljónir króna. Heimilt er að úthluta til styrkja allt að 100 milljónum króna á sjö til 10 ára tímabili sem dreifist sem jafnast á hvert ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Fyrst af öllu er sjóðnum ætlað að styrkja málefni er stuðla að eflingu íslenskrar tungu. „Nú er verið að auglýsa í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki úr þessum sjóð,“ greinir Helga Brá frá.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira