Skoðun

Þjóðarsáttin myrt

Gauti Skúlason skrifar
Þjóðarsátt er orð sem á, að hluta til, rætur sínar að rekja til blábyrjunar 10. áratugarins og tengist aðallega einhverjum kjarasamningum þar sem verkalýðshreyfingarnar, atvinnurekendur og ríkið náðu samkomulagi. Það var svo sem gott og blessað að samningar náðust eða þú veist, reyndar er mér er skítsama. Ég var ekki orðinn að hugmynd á þessum tíma (að ég held) og pistilinn fjallar ekki um viðkomandi samninga, heldur um notkunina á orðinu  „Þjóðarsátt“.

Líkt og sá slæmi ávani að hlusta á hljómsveitina Sóldögg þá hefði notkunin á orðinu þjóðarsátt átt að leggjast af á 10. áratugnum (eða öllu heldur steindrepast). En nei...nú er svo í pottinn búið að notkun orðsins virðist vera nýtt „trend“ hjá ráðamönnum og í fjölmiðlum. Ef þú myndir telja hversu oft orðið þjóðarsátt hefur verið notað upp á síðkastið í opinberri umræðu þá myndi sú tala toppa fjölda klúðra hjá strætó í sambandi við ferðaþjónustu fatlaðra (Nei okey, ég lýg því en þú veist hvað ég meina...).

En hvað þýðir þá þetta ofnotaða orð? Kannski að allir séu glaðari en hundskvikindið sem Friðrik Dór söng um í leiðinlegasta lagi Íslandssögunnar og við séum svo sátt að við drullum hamingju? Eða þýðir orðið þjóðarsátt kannski að við EIGUM að sætta okkur við ákveðna hluti sem einhver annar tekur ákvörðun um? Kannski skiptir spurningin um þýðingu orðsins ekki einu sinni máli – orðið er fyrir svo löngu orðið að merkingarlausri „drullu-uppá-briddingu“ sem er útrunnari og súrari en skoðanir Gústafs Adolfs Níelssonar um samkynhneigða og útlendinga.

Fyrr setur leikhópurinn Lotta upp leiksýningu byggða á bókinni Fifty Shades of Grey heldur en að hér á landi verði einhverskonar draumkennd þjóðarsátt. Ísland er þjóðfélag þar sem ríkir lýðræði og í þannig samfélagi eru öll sjónarmið rædd og tekin fyrir. Umræða ólíkra sjónarmiða skapar ágreining og ósætti en ekki einhverja „útúr-hippaða“ og útópíska þjóðarsátt þar sem allir eru hamingjusamari og Sigga og Grétar í Stjórninni.

Lýðræði ≠ Þjóðarsátt

Því mætti sega að notkun orðsins sé ekki ólík jólaskrautinu sem hangir fram í mars, það er gersamlega tilgangslaust og gerir lítið annað en að minna okkur á liðna tíma.


Tengdar fréttir

Drulluhræddur

Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets.

XXX

Um 12 til 13 ára gamall var undirritaður byrjaður að horfa á klám – sjokkerandi finnst þér ekki?




Skoðun

Sjá meira


×