XXX Gauti Skúlason skrifar 11. apríl 2014 11:27 „Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar.“ (Diana E. H. Russell ) Árið 2012 hélt bandaríski prófessorinn Gail Dines fyrirlestur hér á landi sem fjallaði um skaðsemi kláms. Undirritaður var svo heppinn að fá að sitja þennan fyrirlestur en ástæðu þess mátti þó frekar rekja til skyldurækni heldur en til fróðleiksþorsta. Fyrirlesturinn var nefnilega hluti af áfanga í menntaskóla sem undirritaður sótti, þá 19 ára gamall. Á þessum tíma þótti honum áhorf kláms ekki vera stórmál og tók hann þátt í þeirri iðju líkt og margir aðrir. Það gerðist samt sem áður eitthvað þegar Dr. Dines byrjaði að tala, skyndilega hafði klám allt annað gildi og aðra merkingu en áður. Skaðsemi kláms varð allt í einu skýr og ljós.Byrjum oft ung Um 12 til 13 ára gamall var undirritaður byrjaður að horfa á klám – sjokkerandi finnst þér ekki? Klám er mjög aðgengilegt ungu fólki og þorir undirritaður að leggja höfuð sitt að veði þegar hann segir að mörg ungmenni byrji að horfa á klám á sama aldri og hann sjálfur byrjaði. Það er ekki að ástæðulausu að hans kynslóð sé stimpluð sem ,,klámkynslóðin“ – við ölumst jú upp á tímum klámvæðingar, en klámvæðing hefur verið skilgreind sem ,,menningarlegt ferli þar sem klám smeygir sér inn í daglegt líf okkar sem samþykkt og jafnvel dáð menningarlegt fyrirbæri“.Veruleikafirring Í gegnum klámið fékk undirritaður sínar fyrstu hugmyndir um kynlíf, ekki frá foreldrum, ekki úr kynfræðslu í skóla né frá öðrum meðvituðum einstaklingum. Klám sýnir brenglaðar aðstæður sem byggjast á kynlífi og því er bæði ómögulegt og hættulegt að ungmenni telji sig upplifa „fræðslu“ um kynlíf í gegnum klám. Þessi „fræðsla“ er í raun veruleikafirring sem þarf að koma í veg fyrir með aukinni vitundarvakningu á skaðsemi kláms.Klám Líkt og Dr. Dines sagði í áðurnefndum fyrirlestri þá er klám í raun ógeðfellt samfélagslegt mein sem ýtir undir ofbeldi og hlutgerir fólk, en þá er fólk sýnt sem hlutir sem fara má með eins og hvert annað drasl. Dr. Dines fjallaði einnig um þann þorsta sem þú setur af stað þegar þú hefur horft á klám í þó nokkurn tíma. Þessi þorsti vísar til þess að einstaklingar verða ónæmir fyrir þeirri tegund kláms (já, það eru til fjölmargar tegundir) sem þeir hafa horft á í ákveðinn tíma. Ónæmnin vekur upp þorsta í aðrar tegundir sem verða yfirleitt grófari og afbrigðilegri en sú tegund sem horft var á síðast.Fræðsla er lausnin Undirritaður fór ekki í kynfræðslu fyrr en í 9.bekk, vonandi er það þó ekki algengt að ungmenni fái þessa bráðnauðsynlegu fræðslu svona seint. Á tímum klámvæðingar er nauðsynlegt að skólakerfið sinni þeirri mikilvægu skyldu sem kveðið er á um í aðalnámskrá og beinist að kynfræðslu ungmenna. Samt sem áður þurfum við sem einstaklingar og foreldrar að vera meðvitaðir um mikilvægi þess að fræða börnin okkar um kynlíf. Sumum foreldrum þykir ef til vill óþægilegt eða óviðeigandi tala við börn um kynlíf, en af hverju? Hvaðan kemur þessi hræðsla og þetta óöryggi sem tengist því að ræða um kynlífi? Kynlíf á ekki að vera tabú, það er einn þáttur í grunnþörfum mannsins, stór hluti í lífi okkar allra og mjög fallegt. Kynlíf er uppspretta lífs og ástæða þess að við fæðumst! Af hverju ekki að skýra út fyrir barninu þínu um hvað er að ræða og hvað ber að varast?Breyting Undirritaður áttar sig á því að álit samfélagsins breytist ekki á skotstundu en með því að vekja athygli á vandamálunum og tala um þau leysum við þau frekar. Vonandi vakti þessi pistill einhvern til umhugsunar um skaðsemi kláms, líkt og Dr. Dines vakti undirritaðan til umhugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
„Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar.“ (Diana E. H. Russell ) Árið 2012 hélt bandaríski prófessorinn Gail Dines fyrirlestur hér á landi sem fjallaði um skaðsemi kláms. Undirritaður var svo heppinn að fá að sitja þennan fyrirlestur en ástæðu þess mátti þó frekar rekja til skyldurækni heldur en til fróðleiksþorsta. Fyrirlesturinn var nefnilega hluti af áfanga í menntaskóla sem undirritaður sótti, þá 19 ára gamall. Á þessum tíma þótti honum áhorf kláms ekki vera stórmál og tók hann þátt í þeirri iðju líkt og margir aðrir. Það gerðist samt sem áður eitthvað þegar Dr. Dines byrjaði að tala, skyndilega hafði klám allt annað gildi og aðra merkingu en áður. Skaðsemi kláms varð allt í einu skýr og ljós.Byrjum oft ung Um 12 til 13 ára gamall var undirritaður byrjaður að horfa á klám – sjokkerandi finnst þér ekki? Klám er mjög aðgengilegt ungu fólki og þorir undirritaður að leggja höfuð sitt að veði þegar hann segir að mörg ungmenni byrji að horfa á klám á sama aldri og hann sjálfur byrjaði. Það er ekki að ástæðulausu að hans kynslóð sé stimpluð sem ,,klámkynslóðin“ – við ölumst jú upp á tímum klámvæðingar, en klámvæðing hefur verið skilgreind sem ,,menningarlegt ferli þar sem klám smeygir sér inn í daglegt líf okkar sem samþykkt og jafnvel dáð menningarlegt fyrirbæri“.Veruleikafirring Í gegnum klámið fékk undirritaður sínar fyrstu hugmyndir um kynlíf, ekki frá foreldrum, ekki úr kynfræðslu í skóla né frá öðrum meðvituðum einstaklingum. Klám sýnir brenglaðar aðstæður sem byggjast á kynlífi og því er bæði ómögulegt og hættulegt að ungmenni telji sig upplifa „fræðslu“ um kynlíf í gegnum klám. Þessi „fræðsla“ er í raun veruleikafirring sem þarf að koma í veg fyrir með aukinni vitundarvakningu á skaðsemi kláms.Klám Líkt og Dr. Dines sagði í áðurnefndum fyrirlestri þá er klám í raun ógeðfellt samfélagslegt mein sem ýtir undir ofbeldi og hlutgerir fólk, en þá er fólk sýnt sem hlutir sem fara má með eins og hvert annað drasl. Dr. Dines fjallaði einnig um þann þorsta sem þú setur af stað þegar þú hefur horft á klám í þó nokkurn tíma. Þessi þorsti vísar til þess að einstaklingar verða ónæmir fyrir þeirri tegund kláms (já, það eru til fjölmargar tegundir) sem þeir hafa horft á í ákveðinn tíma. Ónæmnin vekur upp þorsta í aðrar tegundir sem verða yfirleitt grófari og afbrigðilegri en sú tegund sem horft var á síðast.Fræðsla er lausnin Undirritaður fór ekki í kynfræðslu fyrr en í 9.bekk, vonandi er það þó ekki algengt að ungmenni fái þessa bráðnauðsynlegu fræðslu svona seint. Á tímum klámvæðingar er nauðsynlegt að skólakerfið sinni þeirri mikilvægu skyldu sem kveðið er á um í aðalnámskrá og beinist að kynfræðslu ungmenna. Samt sem áður þurfum við sem einstaklingar og foreldrar að vera meðvitaðir um mikilvægi þess að fræða börnin okkar um kynlíf. Sumum foreldrum þykir ef til vill óþægilegt eða óviðeigandi tala við börn um kynlíf, en af hverju? Hvaðan kemur þessi hræðsla og þetta óöryggi sem tengist því að ræða um kynlífi? Kynlíf á ekki að vera tabú, það er einn þáttur í grunnþörfum mannsins, stór hluti í lífi okkar allra og mjög fallegt. Kynlíf er uppspretta lífs og ástæða þess að við fæðumst! Af hverju ekki að skýra út fyrir barninu þínu um hvað er að ræða og hvað ber að varast?Breyting Undirritaður áttar sig á því að álit samfélagsins breytist ekki á skotstundu en með því að vekja athygli á vandamálunum og tala um þau leysum við þau frekar. Vonandi vakti þessi pistill einhvern til umhugsunar um skaðsemi kláms, líkt og Dr. Dines vakti undirritaðan til umhugsunar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun