Aron ánægður með hvernig Ólafur Stefánsson kemur inn í þjálfarateymið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 06:30 Aron Kristjánsson og Ólafur Stefánsson á æfingu íslenska liðsins fyrir Gullmótið í Noregi. Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15
Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13