Tónlistarfólki misboðið vegna Nýársgleði: „Þetta er bara tækifæri sem ég vildi fá fólk til að grípa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2015 10:47 Auglýsing frá skemmtistaðnum Kofa Tómasar frænda á horni Laugavegar og Skólavörðustígs eftir tónlistarfólki sem gæti hugsað sér að troða upp að kvöldi nýársdags hefur vakið mikla athygli. Mynd af Facebook-síðu Kofans. Auglýsing frá skemmtistaðnum Kofa Tómasar frænda á horni Laugavegar og Skólavörðustígs eftir tónlistarfólki sem gæti hugsað sér að troða upp að kvöldi nýársdags hefur vakið mikla athygli. Auglýsing var birt í hópnum Hljóðfæraleikarar óskast en hefur síðan verið fjarlægð. Það sem vakið hefur reiði sumra í tónlistarbransanum er sú staðreynd að ekki átti að greiða tónlistarfólki fyrir að koma fram heldur var 50 prósenta afsláttur á fjögurra rétta matseðli á Sakebarnum í boði.Auglýsinguna má sjá hér að neðanHæhæ, Kofi Tómasar Frænda er að leita að tónlistarfólki sem vill taka þátt í nýárspartýi föstudaginn 1 jan frá 22-01. Hugmyndin er að hafa djass fýling sem verður einskonar djass jam: standardar, spuni og samspil :)Fólk sem vill koma sér á framfæri i tónlist og hefur gaman að því að koma fram ætti að grípa tækifærið. Þetta er ólaunað en Kofinn vill bjóða þeim sem vilja 50% afslátt af 4 rétta matseðlinum á Sakebarnum sem verður sama kvöld kl 18:00, endilega hringið í síma 690-1616 ef þið hafið áhuga og fyrir frekari upplýsingar! Gunnhildur Erla Stefánsdóttir, rekstrarstjóri á Kofanum, segist í samtali við Vísi hafa fengið mörg símtöl síðan auglýsingin var birt í gær. Hún segist ekki beint hafa verið að auglýsa eftir tónlistarfólki heldur viljað bæta aðeins við viðburðinn sem snúist meðal annars um kokteilsmökkun.Upplýsingar um viðburðinn má sjá hér að neðan.Fagnaðu með okkur á nýárs! 5000kr inn frá 21-01 þann 1 janúar, kokteilsmökkun og aðrir glaðningar innifalið í jazz...Posted by Kofi Tómasar Frænda on Tuesday, December 29, 2015„Ég er tónlistarkona sjálf og var lengi vel að leita leiða til að koma sjálfri mér á framfæri. Ég vissi ekkert hvert ég átti að leita,“ segir Gunnhildur Erla. Hún hafi beðið stúlku sem hún kannaðist við í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) um að koma þessu tækifæri áleiðis til fólks í félaginu. „Ef fólk væri til í að setja upp verkefni á Kofanum þá væri staðurinn laus til notkunar,“ segir Gunnhildur Erla. Tónlistarfólk virðist upp til hópa nokkuð ósátt við útspil Gunnhildar og félaga á Kofanum og langþreytt á því sem það segir tilraunir til þess að fá fólk til að gefa vinnu sína. Það þekkist varla í öðrum geirum og slá margir á létta strengi af því tilefni.Svar við auglýsingu veitingastaðar í Vancouver.Hér til hliðar má sjá dæmi um auglýsingu veitingastaðar í Vancouver í Kanada eftir tónlistarfólki sem virðist hafa vakið töluverða athygli. Má merkja ánægju fólks með svarið sem veitingastaðurinn fékk. Hún segist alls ekkert taka viðbrögðum fólks persónulega og finnst fólk vera að misskilja. Fólk hafi hringt og sýnt áhuga á því að spila en kannski ekki alveg launalaust. Hún skilji það mjög vel. Enn sé ekki ákveðið hvort lifandi tónlist verði hluti af kvöldinu en fari svo hafi hún símanúmer til að hringja í. „Ég bjóst ekki við að fólk kæmi og segði „Ég skal gera allt ókeypis fyrir þig“,“ segir Gunnhildur Erla. „Þetta er bara tækifæri sem ég vildi fá fólk til að grípa.“ Hún segist ekki hafa sett neina athugasemd inn á Facebook-síðu Kofans enda hafi ekkert breyst varðandi fögnuðinn. Djazzaðri stemningu hafi verið lofað en aldrei að þar yrði lifandi tónlist. „Fólk er svolítið að feila með það.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Auglýsing frá skemmtistaðnum Kofa Tómasar frænda á horni Laugavegar og Skólavörðustígs eftir tónlistarfólki sem gæti hugsað sér að troða upp að kvöldi nýársdags hefur vakið mikla athygli. Auglýsing var birt í hópnum Hljóðfæraleikarar óskast en hefur síðan verið fjarlægð. Það sem vakið hefur reiði sumra í tónlistarbransanum er sú staðreynd að ekki átti að greiða tónlistarfólki fyrir að koma fram heldur var 50 prósenta afsláttur á fjögurra rétta matseðli á Sakebarnum í boði.Auglýsinguna má sjá hér að neðanHæhæ, Kofi Tómasar Frænda er að leita að tónlistarfólki sem vill taka þátt í nýárspartýi föstudaginn 1 jan frá 22-01. Hugmyndin er að hafa djass fýling sem verður einskonar djass jam: standardar, spuni og samspil :)Fólk sem vill koma sér á framfæri i tónlist og hefur gaman að því að koma fram ætti að grípa tækifærið. Þetta er ólaunað en Kofinn vill bjóða þeim sem vilja 50% afslátt af 4 rétta matseðlinum á Sakebarnum sem verður sama kvöld kl 18:00, endilega hringið í síma 690-1616 ef þið hafið áhuga og fyrir frekari upplýsingar! Gunnhildur Erla Stefánsdóttir, rekstrarstjóri á Kofanum, segist í samtali við Vísi hafa fengið mörg símtöl síðan auglýsingin var birt í gær. Hún segist ekki beint hafa verið að auglýsa eftir tónlistarfólki heldur viljað bæta aðeins við viðburðinn sem snúist meðal annars um kokteilsmökkun.Upplýsingar um viðburðinn má sjá hér að neðan.Fagnaðu með okkur á nýárs! 5000kr inn frá 21-01 þann 1 janúar, kokteilsmökkun og aðrir glaðningar innifalið í jazz...Posted by Kofi Tómasar Frænda on Tuesday, December 29, 2015„Ég er tónlistarkona sjálf og var lengi vel að leita leiða til að koma sjálfri mér á framfæri. Ég vissi ekkert hvert ég átti að leita,“ segir Gunnhildur Erla. Hún hafi beðið stúlku sem hún kannaðist við í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) um að koma þessu tækifæri áleiðis til fólks í félaginu. „Ef fólk væri til í að setja upp verkefni á Kofanum þá væri staðurinn laus til notkunar,“ segir Gunnhildur Erla. Tónlistarfólk virðist upp til hópa nokkuð ósátt við útspil Gunnhildar og félaga á Kofanum og langþreytt á því sem það segir tilraunir til þess að fá fólk til að gefa vinnu sína. Það þekkist varla í öðrum geirum og slá margir á létta strengi af því tilefni.Svar við auglýsingu veitingastaðar í Vancouver.Hér til hliðar má sjá dæmi um auglýsingu veitingastaðar í Vancouver í Kanada eftir tónlistarfólki sem virðist hafa vakið töluverða athygli. Má merkja ánægju fólks með svarið sem veitingastaðurinn fékk. Hún segist alls ekkert taka viðbrögðum fólks persónulega og finnst fólk vera að misskilja. Fólk hafi hringt og sýnt áhuga á því að spila en kannski ekki alveg launalaust. Hún skilji það mjög vel. Enn sé ekki ákveðið hvort lifandi tónlist verði hluti af kvöldinu en fari svo hafi hún símanúmer til að hringja í. „Ég bjóst ekki við að fólk kæmi og segði „Ég skal gera allt ókeypis fyrir þig“,“ segir Gunnhildur Erla. „Þetta er bara tækifæri sem ég vildi fá fólk til að grípa.“ Hún segist ekki hafa sett neina athugasemd inn á Facebook-síðu Kofans enda hafi ekkert breyst varðandi fögnuðinn. Djazzaðri stemningu hafi verið lofað en aldrei að þar yrði lifandi tónlist. „Fólk er svolítið að feila með það.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira