Erlent

Þrír stungnir í Osló

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rauða pílan gefur til kynna hvar slagsmálin áttu sér stað.
Rauða pílan gefur til kynna hvar slagsmálin áttu sér stað. google maps
Lögreglan í Osló fékk tilkynningu um hópslagsmál í borginni skömmu fyrir klukkan 9 í kvöld.

Slagsmálin eiga að hafa átt sér stað við Vestli í austurhluta Oslóar, um tíu kílómetra vestur af Lillestrøm.

Í skilaboðum frá aðgerðarstöð norsku lögreglunnar kemur fram að þrír hafi verið stungnir í slagsmálunum. Á vef NRK kemur fram að á bilinu 20 til 30 manns hafi slegist þegar mest lét.

Lögreglu- og sjúkraflutningabílar voru sendir á vettvang.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari fregnir berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×