Leituðu að bréfi Tongs Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. desember 2015 07:00 Anote Tong, forseti Kíribatí, sendi þjóðarleiðtogum bréf og bað þá um stuðning. Bréfið hefur ekki borist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og því getur hann ekki svarað því. vísir/valli „Við höfum gert leit að þessu í forsætisráðuneytinu og við finnum ekki bréfið frá Tong. Það hefur ekki borist hingað í ráðuneytið. Það er svo einfalt. Þannig er bara staðan. Við höfum ekki slíkt bréf undir höndum,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, spurður hvort ráðuneytinu hafi borist erindi Anote Tongs, forseta Kíribatí, sem hann sendi öllum þjóðarleiðtogum um að sett yrði alþjóðlegt bann við nýjum kolanámum í heiminum í ljósi loftlagsbreytinga. Anote Tong talaði um fljótandi eyjar, gríðarstóra sjávarveggi og aðrar aðgerðir til að bjarga eyríkinu frá afleiðingum hækkandi sjávarborðs. Forseti Kíribatí-eyja sagði að næðu menn ekki samkomulagi um hámarkshitun 1,5 gráður myndi Kíribatí sökkva í sæ. Í bréfi Tongs til þjóðarleiðtoga færir hann þeim blessun sína, „Kam na bane ni Mauri“, sem mætti útleggja sem „megi okkur alltaf heilsast vel“. Hann biður um stuðning í baráttu eyjaskeggja gegn loftlagsbreytingum með því að leggjast gegn byggingu nýrra kolanáma á alheimsvísu. Tong hefur miklar áhyggjur af því að Kíribatí muni sökkva í sæ vegna loftlagsbreytinga og segir aðkallandi að bregðast strax við og biður því um stuðning þjóðarleiðtoga. „Bygging hverrar nýrrar kolanámu grefur undan hverju því samkomulagi sem við náum í París,“ segir hann í bréfinu.Katrín Jakobsdóttir segir bagalegt að ráðuneytinu hafi ekki borist bréf Tong. Hún hefur lagt fyrirspurn til forsætisráðherra um afstöðu hans til kröfu Kiribati og spyr hvort það verði af Íslands hálfu studd krafa Kiribati.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um afstöðu hans til kröfu Kíribatí og spyr hvort krafa Kíribatí verði studd af Íslands hálfu. „Það er bagalegt ef ráðuneytinu hefur ekki borist bréfið því samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk var að það hefði verið sent öllum þjóðarleiðtogum. Í ljósi loftslagsráðstefnunnar í París og þess samkomulags sem var undirritað þar er gríðarlega mikilvægt að þjóðir heims fari að taka afstöðu til nýrra verkefna á sviði jarðefnaeldsneytis. Þetta skiptir auðvitað miklu máli fyrir þessar þjóðir, eyríkin sem eiga á hættu að hverfa undir vatn. Ég hefði talið að Ísland með sína endurnýjanlegu orkugjafa ætti að vera í forystu í svona málum á alþjóðavettvangi, þess vegna lagði ég fram fyrirspurnina.“ „Við munum svara fyrirspurn Katrínar en eins og ég sagði áður, þá hefur okkur ekki borist þetta erindi frá Tong,“ ítrekar Sigurður Már. Fréttablaðið spurðist einnig fyrir á skrifstofu forseta Íslands, hvort bréfið hefði borist þangað, en svo var ekki. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Við höfum gert leit að þessu í forsætisráðuneytinu og við finnum ekki bréfið frá Tong. Það hefur ekki borist hingað í ráðuneytið. Það er svo einfalt. Þannig er bara staðan. Við höfum ekki slíkt bréf undir höndum,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, spurður hvort ráðuneytinu hafi borist erindi Anote Tongs, forseta Kíribatí, sem hann sendi öllum þjóðarleiðtogum um að sett yrði alþjóðlegt bann við nýjum kolanámum í heiminum í ljósi loftlagsbreytinga. Anote Tong talaði um fljótandi eyjar, gríðarstóra sjávarveggi og aðrar aðgerðir til að bjarga eyríkinu frá afleiðingum hækkandi sjávarborðs. Forseti Kíribatí-eyja sagði að næðu menn ekki samkomulagi um hámarkshitun 1,5 gráður myndi Kíribatí sökkva í sæ. Í bréfi Tongs til þjóðarleiðtoga færir hann þeim blessun sína, „Kam na bane ni Mauri“, sem mætti útleggja sem „megi okkur alltaf heilsast vel“. Hann biður um stuðning í baráttu eyjaskeggja gegn loftlagsbreytingum með því að leggjast gegn byggingu nýrra kolanáma á alheimsvísu. Tong hefur miklar áhyggjur af því að Kíribatí muni sökkva í sæ vegna loftlagsbreytinga og segir aðkallandi að bregðast strax við og biður því um stuðning þjóðarleiðtoga. „Bygging hverrar nýrrar kolanámu grefur undan hverju því samkomulagi sem við náum í París,“ segir hann í bréfinu.Katrín Jakobsdóttir segir bagalegt að ráðuneytinu hafi ekki borist bréf Tong. Hún hefur lagt fyrirspurn til forsætisráðherra um afstöðu hans til kröfu Kiribati og spyr hvort það verði af Íslands hálfu studd krafa Kiribati.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um afstöðu hans til kröfu Kíribatí og spyr hvort krafa Kíribatí verði studd af Íslands hálfu. „Það er bagalegt ef ráðuneytinu hefur ekki borist bréfið því samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk var að það hefði verið sent öllum þjóðarleiðtogum. Í ljósi loftslagsráðstefnunnar í París og þess samkomulags sem var undirritað þar er gríðarlega mikilvægt að þjóðir heims fari að taka afstöðu til nýrra verkefna á sviði jarðefnaeldsneytis. Þetta skiptir auðvitað miklu máli fyrir þessar þjóðir, eyríkin sem eiga á hættu að hverfa undir vatn. Ég hefði talið að Ísland með sína endurnýjanlegu orkugjafa ætti að vera í forystu í svona málum á alþjóðavettvangi, þess vegna lagði ég fram fyrirspurnina.“ „Við munum svara fyrirspurn Katrínar en eins og ég sagði áður, þá hefur okkur ekki borist þetta erindi frá Tong,“ ítrekar Sigurður Már. Fréttablaðið spurðist einnig fyrir á skrifstofu forseta Íslands, hvort bréfið hefði borist þangað, en svo var ekki.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira