Innlent

Fá fríar tannlækningar

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ásta segir fleiri börn mæti í tannlækningar eftir samkomulagið.
Ásta segir fleiri börn mæti í tannlækningar eftir samkomulagið. Vísir/Getty
Sex og sjö ára börn munu eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum þann 1. janúar næstkomandi.

Breytingin er samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna en hann var undirritaður árið 2013.

Skilyrði fyrir gjaldfrjálsum tannlækningum er að barn sé skráð hjá heimilistannlækni sem er með samning við Sjúkratryggingar.

Mun fleiri börn hafa farið til tannlæknis. Ásta Óskarsdóttir?tannlæknir
„Eftir að samningurinn tók gildi hafa mun fleiri börn farið til tannlæknis, í sumum aldurshópum yfir 96% barna,“ segir Ásta Óskarsdóttir, formaður tannlæknafélagsins. „Almennt láta foreldrar í ljós ánægju með að nú þarf aðeins að greiða 2.500 kr á ári í komugjald fyrir hvert barn. Það er því hægt að ljúka meðferð fljótt og örugglega án þess að fjárhagur foreldrar skipti miklu máli,“ segir hún.

Ásta segir að eftir gildistöku samningsins hafi viðgerðir á tönnum barna aukist enda hafi verið uppsöfnuð þörf fyrir. „Það að 6 og 7 ára krakkar séu að bætast inn núna um áramótin er ekkert nema jákvæðar fréttir. Þá mun bætast í þann hóp foreldra sem geta alltaf farið með börnin sín til tannlæknis óháð efnahag,“ segir Ásta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×