Innlent

Hádegisfréttatími Stöðvar 2: Vonast til að geta farið sem fyrst heim til Hollands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Angelo tók á móti Þórhildi Þorkelsdóttur í íslensku landsliðstreyjunni sem hann keypti sér í gær.
Angelo tók á móti Þórhildi Þorkelsdóttur í íslensku landsliðstreyjunni sem hann keypti sér í gær. vísir
Hádegisfréttatími Stöðvar 2 á aðfangadag hefst klukkan 12 og verður á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar og í beinni hér á Vísi.

Í fréttatímanum verður meðal annars rætt við Angelo Uijleman, 28 ára gamlan Hollending, sem nú er í farbanni en hann er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu í september síðastliðnum.

Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór og hitti Angelo í morgun á gistiheimili þar sem hann dvelur nú. Hann segist meðal annars sjá eftir að hafa farið í ferðina hingað til lands og þá vonast hann til að komast aftur heim til Hollands sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×