Innlent

Umferð að þyngjast við kirkjugarða

Höskuldur Kári Schram skrifar
Margir nýta daginn í dag til að heimsækja leiði ástvina og ættingja og má búast umferðarþunga við helstu kirkjugarða landsins. Umsjónarmaður Gufunesskirkjugarðs biður fólk um að sýna þolinmæði.

Umferð var byrjuð að þyngjast í Gufunesskirkjugarði klukkan tíu í morgun en hingað til hefur allt gengið vel.

Helena Sif Þorgeirsdóttir umsjónarmaður kirkjugarðsins gerir ráð fyrir því að umferðarþunginn nái hámarki nú í hádeginu og biður fólk um að sýna þolinmæði.

„Koma með þolinmæðina með sér og ekki aka grafarstígana. Annars bara vera í jólaskapi,“ segir Helena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×