Innlent

Grunaður um heimilisofbeldi í Hafnarfirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maður var handtekinn í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gærkvöldi grunaður um heimilisofbeldi. Var maðurinn undir áhjrifum og vistaður í fangageymslu.
Maður var handtekinn í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gærkvöldi grunaður um heimilisofbeldi. Var maðurinn undir áhjrifum og vistaður í fangageymslu. Vísir/Getty
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og á jólanótt. Maður var handtekinn í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gærkvöldi grunaður um heimilisofbeldi. Var maðurinn undir áhrifum og vistaður í fangageymslu.

Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki sem býður upp á viðgerðarþjónustu í Kópavogi. Rúða hafði verið brotin og farið inn í húsakynnin. Ekki liggur fyrir hverju var stolið.

Þá þurfti lögregla að hafa afaskipti af ölvuðum manni á heimili við Laugaveg. Maðurinn er meðal annars grunaður um hótanir og var hann vistaður í fangageymslu.

Þá var maður  handtekinn á heimili í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Maðurinn var ölvaður og færður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×