Meðaltekjufólk að detta út úr barnabótakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. desember 2015 19:32 Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að barnabætur séu eingöngu fyrir lágtekjufólk. Bæturnar byrja nú að skerðast við 200 þúsund króna mánaðarlaun hjá einstaklingi og 350 þúsund króna samanlagðar mánaðartekjur hjóna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir barnafjölskyldur með meðaltekjur hafa það mun betra í nágrannalöndunum. Staðan hér versni í samanburðinum á næsta ári þegar stórir tekjuhópar falli út úr barna- og vaxtabótakerfinu vegna ákvarðana sem teknar voru við fjárlagagerðina. Stjórnvöld hafi ákveðið að verðbæta ekki þessar bætur né þak á greiðslum til fólks í fæðingarorlofi. „Þá eru þessi framfærslukerfi farin að nýtast bara fólki á lægstu launum og meðaltekjufólk er að detta út úr þessum kerfum. Að hálfu ríkisstjórnarinnar er þetta yfirveguð stefna. Það kom fram að hálfu fjármálaráðherra að það ætti ekki að borga meðaltekjufólki bætur. En í öllum nágrannalöndunum er þetta grunnþáttur í framfærslu barnafjölskyldna,“ segir Árni Páll. Þetta sé ein ástæða þess að barnafjölskyldur flytji til nángrannalandanna vegna þess að þar bjóðist alvöru barnabætur, fæðingarorlof, námsstuðningur og húsnæðisstuðningur sem einnig nýtist meðaltekjufólki. „Og grunnhugmyndin í velferðarkerfinu frá upphafi hefur verið að húsnæðisstuðningur eigi að koma til alls þorra fólks. Það eigi líka að koma barnabætur sem ekki séu ölmusa heldur til þess að mæta kostnaði af því að eiga börn. Jafnvel þótt þú sért á góðum launum. Það virðist vera yfirveguð stefna ríkisstjórnarinnar hér núna að breyta þessu,“ segir Árni Páll.Barnabætur byrja að skerðast við 200 þúsunda mánaðartekjurTillaga stjórnarandstöðunnar í fjárlagagerðinni um að barnabætur færu ekki að skerðast fyrr en við lágmarkslaunin sem nú eru um 270 þúsund krónur, var felld. Bæturnar byrja nú að skerðast við 200 þúsund króna mánaðarlaun hjá einstaklingi og hverfa alveg við 409 þúsund króna tekjur. Þær skerðast semsagt strax við 2,4 milljóna árstekjur hjá einstæðu foreldri og við 4,2 milljónir í árstekjur hjá hjónum. Árni Páll segir samfélagið hins vegar hafa hag af því að börn fæðist. Þess vegna sé eðlilegt að barnafólk njóti almennt stuðnings. Enda nálgast meðllaunin lægstu launin ef tekið er tillit til kostnaðar við uppeldi barna og tekjutengingu barnabóta. Þak á greiðslur í fæðingarorlofi var lækkað í upphafi hrunsins í tíð síðustu ríkisstjórnar þannig að greiðslurnar yrðu ekki hærri en áttatíu prósent af meðaltekjum. „Ef við horfum á hverjar meðaltekjur verða um mitt næsta ár þyrfti þetta þak að vera fimm hundruð þúsund. Það hefur ekki verið verðbætt. Það var bætt um 20 þúsund í upphafi starfstíma þessarar ríkisstjórnar. Að öðru leyti hefur það staðið óbreytt. Það er verið að verðbæta allar aðrar stærðir í fjárlögunum en þessi stærð er ekki verðbætt,“ segir Árni Páll.Hvar er þakið í dag?„Það stendur í 370 þúsundum.“ Það er að segja að enginn fær greitt meira en 370 þúsund krónur á mánuði í fæðingarorlofi. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að barnabætur séu eingöngu fyrir lágtekjufólk. Bæturnar byrja nú að skerðast við 200 þúsund króna mánaðarlaun hjá einstaklingi og 350 þúsund króna samanlagðar mánaðartekjur hjóna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir barnafjölskyldur með meðaltekjur hafa það mun betra í nágrannalöndunum. Staðan hér versni í samanburðinum á næsta ári þegar stórir tekjuhópar falli út úr barna- og vaxtabótakerfinu vegna ákvarðana sem teknar voru við fjárlagagerðina. Stjórnvöld hafi ákveðið að verðbæta ekki þessar bætur né þak á greiðslum til fólks í fæðingarorlofi. „Þá eru þessi framfærslukerfi farin að nýtast bara fólki á lægstu launum og meðaltekjufólk er að detta út úr þessum kerfum. Að hálfu ríkisstjórnarinnar er þetta yfirveguð stefna. Það kom fram að hálfu fjármálaráðherra að það ætti ekki að borga meðaltekjufólki bætur. En í öllum nágrannalöndunum er þetta grunnþáttur í framfærslu barnafjölskyldna,“ segir Árni Páll. Þetta sé ein ástæða þess að barnafjölskyldur flytji til nángrannalandanna vegna þess að þar bjóðist alvöru barnabætur, fæðingarorlof, námsstuðningur og húsnæðisstuðningur sem einnig nýtist meðaltekjufólki. „Og grunnhugmyndin í velferðarkerfinu frá upphafi hefur verið að húsnæðisstuðningur eigi að koma til alls þorra fólks. Það eigi líka að koma barnabætur sem ekki séu ölmusa heldur til þess að mæta kostnaði af því að eiga börn. Jafnvel þótt þú sért á góðum launum. Það virðist vera yfirveguð stefna ríkisstjórnarinnar hér núna að breyta þessu,“ segir Árni Páll.Barnabætur byrja að skerðast við 200 þúsunda mánaðartekjurTillaga stjórnarandstöðunnar í fjárlagagerðinni um að barnabætur færu ekki að skerðast fyrr en við lágmarkslaunin sem nú eru um 270 þúsund krónur, var felld. Bæturnar byrja nú að skerðast við 200 þúsund króna mánaðarlaun hjá einstaklingi og hverfa alveg við 409 þúsund króna tekjur. Þær skerðast semsagt strax við 2,4 milljóna árstekjur hjá einstæðu foreldri og við 4,2 milljónir í árstekjur hjá hjónum. Árni Páll segir samfélagið hins vegar hafa hag af því að börn fæðist. Þess vegna sé eðlilegt að barnafólk njóti almennt stuðnings. Enda nálgast meðllaunin lægstu launin ef tekið er tillit til kostnaðar við uppeldi barna og tekjutengingu barnabóta. Þak á greiðslur í fæðingarorlofi var lækkað í upphafi hrunsins í tíð síðustu ríkisstjórnar þannig að greiðslurnar yrðu ekki hærri en áttatíu prósent af meðaltekjum. „Ef við horfum á hverjar meðaltekjur verða um mitt næsta ár þyrfti þetta þak að vera fimm hundruð þúsund. Það hefur ekki verið verðbætt. Það var bætt um 20 þúsund í upphafi starfstíma þessarar ríkisstjórnar. Að öðru leyti hefur það staðið óbreytt. Það er verið að verðbæta allar aðrar stærðir í fjárlögunum en þessi stærð er ekki verðbætt,“ segir Árni Páll.Hvar er þakið í dag?„Það stendur í 370 þúsundum.“ Það er að segja að enginn fær greitt meira en 370 þúsund krónur á mánuði í fæðingarorlofi.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira