Ölvaður ökumaður reyndi að skalla lögreglumann við handtöku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 09:47 Tveir ökumenn á Suðurlandi voru grunaðir um ölvun seinustu vikuna. vísir/getty Það var mikið að gera hjá lögreglunni á Suðurlandi um jólin en eins og greint hefur verið frá urðu tvö hörmuleg slys í umdæmi lögreglunnar yfir hátíðirnar. Annars vegar varð banaslys í Öræfum þegar tveir bílar skullu saman á einbreiðri brú á annan í jólum og hins vegar var manns leitað í og við Ölfusá en hann er nú talinn af. Af öðrum verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi liðna viku má nefna að tveir voru handteknir vegna ölvunaraksturs. Annar ökumaðurinn keyrði á kyrrstæða bifreið aðfaranótt þriðjudags en hann brást ill við þegar lögreglan handtók hann. Reyndi hann meðal annars að skalla lögreglumann meðan á handtökunni stóð og barðist um. Við leit á manninum fannst svo lítilræði af kannabis. Hann var færður í fangageymslu þar sem hann var látinn sofa úr sér, að því loknu yfirheyrður og svo látinn laus. Hinn maðurinn sem handtekinn grunaður um ölvunarakstur hafði farið út af Skeiðavegi við Kílhraun aðfaranótt aðfangadags. Þegar lögreglan mætti á staðinn vaknaði grunur um að maðurinn væri undir áhrifum og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður. Beðið er niðurstöðu blóðrannsóknar. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Það var mikið að gera hjá lögreglunni á Suðurlandi um jólin en eins og greint hefur verið frá urðu tvö hörmuleg slys í umdæmi lögreglunnar yfir hátíðirnar. Annars vegar varð banaslys í Öræfum þegar tveir bílar skullu saman á einbreiðri brú á annan í jólum og hins vegar var manns leitað í og við Ölfusá en hann er nú talinn af. Af öðrum verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi liðna viku má nefna að tveir voru handteknir vegna ölvunaraksturs. Annar ökumaðurinn keyrði á kyrrstæða bifreið aðfaranótt þriðjudags en hann brást ill við þegar lögreglan handtók hann. Reyndi hann meðal annars að skalla lögreglumann meðan á handtökunni stóð og barðist um. Við leit á manninum fannst svo lítilræði af kannabis. Hann var færður í fangageymslu þar sem hann var látinn sofa úr sér, að því loknu yfirheyrður og svo látinn laus. Hinn maðurinn sem handtekinn grunaður um ölvunarakstur hafði farið út af Skeiðavegi við Kílhraun aðfaranótt aðfangadags. Þegar lögreglan mætti á staðinn vaknaði grunur um að maðurinn væri undir áhrifum og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður. Beðið er niðurstöðu blóðrannsóknar.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira