Innlent

Fylgt til hafnar eftir að hafa fengið á sig brotsjó

Atli Ísleifsson skrifar
Húnabjörgin fylgir nú bátnum til hafnar á Skagaströnd.
Húnabjörgin fylgir nú bátnum til hafnar á Skagaströnd. Mynd/Landsbjörg
Húnabjörg, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd, fylgir nú níu tonna fiskibát til hafnar eftir að hann óskaði eftir aðstoð. Báturinn hafði fengið á sig brotsjó og komst sjór inn í stýrishús og vistarverur.

Báturinn var staddur á Húnaflóa, um níu sjómílur norðsvestur af Skagaströnd, og hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um klukkan 12:40.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að strax hafi verið haft samband við nærstaddan fiskibát sem staddur var í um átta sjómílna fjarlægð en einnig var áhöfnin á björgunarskipi Landsbjargar á Skagaströnd, Húnabjörg, ræst út.

Húnabjörg kom að fiskibátnum um klukkan 13:15 og fylgir núna bátnum til hafnar á Skagaströnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×