Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins telur að leikskólakennarar ættu að hafa sömu laun og háskólakennarar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2015 14:14 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er einn af þeim fjölmörgu sem rætt var við í sérstökum þætti sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi um ævi og störf rithöfundarins og kennarans Jennu Jensdóttur. Jenna og Styrmir kynntust vel því Jenna starfaði sem bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu í 30 ár. Þau náðu vel saman og urðu miklir vinir. „Ég hef nú svona velt því fyrir mér af hverju við náðum svona vel saman. Hún var óskaplega góð við mig og það var svolítið óvenjulegt á þeim tíma að það væru einhverjir góðir við ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Styrmir. Að hans mati voru Jenna og maður hennar, Hreiðar Stefánsson, sem einnig var kennari og rithöfundur, fólk sem var á undan sinni samtíð í umfjöllun um börn. „Ég man mjög vel eftir því þegar ég var strákur að það þótti nú ekkert voðalega merkilegt að vera barnakennari en eftir því sem árin hafa liðið þá hefur mér orðið ljóst smátt og smátt að þetta starf sem fólk vinnur í tengslum við börn í æsku þeirra er það sem öllu máli skiptir í lífinu.“ Þá segir Styrmir að mörg þeirra vandamála sem samfélagið glímir við í dag megi rekja til þess sem gerist fyrir börn í æsku. „Þess vegna er ég kominn á þá skoðun að það eigi að umbylta velferðarkerfi á þann veg að það eigi að leggja alla áherslu á sálgæslu barna og unglinga. Mér finnst sjálfum í dag að leikskólakennarar séu mikilvægustu kennararnir í kennarastéttinni og jafnvel mikilvægari en háskólakennarar. Þar af leiðandi eigi í raun og veru að greiða leikskólakennurum að minnsta kosti jafnhá laun og háskólakennarar fá, ef ekki ekki hærri laun,“ segir Styrmir. Innslag úr þættinum um Jennu þar sem rætt er við Styrmi má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Skrifar enn á hverjum degi 97 ára „Jenna er framúrskarandi einstaklingur, afskaplega greind og hlý manneskja. Ein þeirra sem hefur mannbætandi áhrif á aðra,” segir sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem gerði þátt um rithöfundinn Jennu Jensdóttur sem heitir einfaldlega Jenna og verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. 28. desember 2015 11:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er einn af þeim fjölmörgu sem rætt var við í sérstökum þætti sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi um ævi og störf rithöfundarins og kennarans Jennu Jensdóttur. Jenna og Styrmir kynntust vel því Jenna starfaði sem bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu í 30 ár. Þau náðu vel saman og urðu miklir vinir. „Ég hef nú svona velt því fyrir mér af hverju við náðum svona vel saman. Hún var óskaplega góð við mig og það var svolítið óvenjulegt á þeim tíma að það væru einhverjir góðir við ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Styrmir. Að hans mati voru Jenna og maður hennar, Hreiðar Stefánsson, sem einnig var kennari og rithöfundur, fólk sem var á undan sinni samtíð í umfjöllun um börn. „Ég man mjög vel eftir því þegar ég var strákur að það þótti nú ekkert voðalega merkilegt að vera barnakennari en eftir því sem árin hafa liðið þá hefur mér orðið ljóst smátt og smátt að þetta starf sem fólk vinnur í tengslum við börn í æsku þeirra er það sem öllu máli skiptir í lífinu.“ Þá segir Styrmir að mörg þeirra vandamála sem samfélagið glímir við í dag megi rekja til þess sem gerist fyrir börn í æsku. „Þess vegna er ég kominn á þá skoðun að það eigi að umbylta velferðarkerfi á þann veg að það eigi að leggja alla áherslu á sálgæslu barna og unglinga. Mér finnst sjálfum í dag að leikskólakennarar séu mikilvægustu kennararnir í kennarastéttinni og jafnvel mikilvægari en háskólakennarar. Þar af leiðandi eigi í raun og veru að greiða leikskólakennurum að minnsta kosti jafnhá laun og háskólakennarar fá, ef ekki ekki hærri laun,“ segir Styrmir. Innslag úr þættinum um Jennu þar sem rætt er við Styrmi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Skrifar enn á hverjum degi 97 ára „Jenna er framúrskarandi einstaklingur, afskaplega greind og hlý manneskja. Ein þeirra sem hefur mannbætandi áhrif á aðra,” segir sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem gerði þátt um rithöfundinn Jennu Jensdóttur sem heitir einfaldlega Jenna og verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. 28. desember 2015 11:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Skrifar enn á hverjum degi 97 ára „Jenna er framúrskarandi einstaklingur, afskaplega greind og hlý manneskja. Ein þeirra sem hefur mannbætandi áhrif á aðra,” segir sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem gerði þátt um rithöfundinn Jennu Jensdóttur sem heitir einfaldlega Jenna og verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. 28. desember 2015 11:30