Innlent

Ekið á gangandi vegfaranda á Kringlumýrarbraut

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Af Kringlumýrarbraut.
Af Kringlumýrarbraut. vísir/vilhelm
Ekið var á gangandi vegfaranda á Kringlumýrarbraut við Hamrahlíð skömmu fyrir klukkan fimm í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Ekki er enn vitað um líðan þess sem fyrir slysinu varð.

Þá var einnig tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Austurbænum þegar klukkan var hálfþrjú. Frekari upplýsingum um þjófana er ekki til að dreifa.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×