Sex mánaða nálgunarbann fyrir hótanir gegn öðrum manni: „Ég skal fokking slatra þer“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2015 18:13 Maðurinn sem fékk á sig nálgunarbann er meðal annars ákærður fyrir hótanir í garð mannsins sem hafði farið fram á nálgunarbannið. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmanni var gert skylt að sæta nálgunarbanni í sex mánuði á grundvelli laga um nálgunarbann og brottvísun á heimili. Lögreglustjórinn ákvað á Þorláksmessu að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni í sex mánuði þannig að lagt sé bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili annars manns í Reykjavík á svæði sem afmarkast umhverfis húsið. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn sem hafði í hótunum myndi veita manninum sem hann hótaði eftirför, nálgist hann á almannafæri eða setji sig í samband við hann með öðrum hætti. Maðurinn sem varð fyrir hótunum hafði óskað eftir nálgunarbanni vegna áreitis og ónæðis á undanförnum vikum. Hafi maðurinn sem fór fram á nálgunarbannið lýst því að hann hafi orðið fyrir miklu ónæði og hótunum en nýlega hefði verið þingfest mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem sá sem hlaut nálgunarbannið sé ákærður fyrir hótanir gagnvart manninum sem fór fram á nálgunarbannið. Þá hafi lögreglan ítrekað haft afskipti af málum sem tengist manninum sem fékk á sig nálgunarbann og manninum sem óskaði eftir nálgunarbanninu. Sá hafði einnig kært manninn sem fékk á sig nálgunarbann og fleiri menn fyrir líkamsárás gegn sér í september síðastliðnum. Þau mál sem liggja til grundvallar ákvörðunar lögreglustjóra ná aftur til ársins 2014 en það nýlegasta er frá 20. desember síðastliðnum. Barst lögreglu þá tilkynning um hótanir frá manninum sem fékk á sig nálgunarbann gegn manninum sem fór fram á bannið. Lögreglan hitti þann sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum og dóttur hans. Hafi maðurinn skýrt lögreglu frá því að maðurinn sem hótaði sér væri ítrekað búinn að hringja í sig og senda sér skilaboð, meðal annars með hótunum um að mæta fyrir utan heimili hans og taka í hann. Varð dóttir þess manns sem varð fyrir hótununum vör við þær og orðið mjög hrædd.17. nóvember síðastliðinn tilkynnti maðurinn sem fór fram á nálgunarbannið að skotið hefði verið á heimili hans. Þegar lögreglan kom á vettvang mátti sjá fjögurra sentímetra skemmd á ytra byrði glers á glugga á íbúð mannsins. Hafi maðurinn talið umrætt atvik hafa gerst nóttina áður meðan hann svaf og hafi hann talið að atvikið tengdist þeim deilum sem hefðu verið á milli hans og mannsins sem fékk á sig nálgunarbannið.10. september er manninum sem fékk á sig nálgunarbann gefið að sök að hafa í félagi við þrjá aðra menn gengið í skrokk á manninum sem fór fram á nálgunarbannið við Smáralind í Kópavogi. Var þeim gefið að sök að hafa beitt hættulegum bareflum, þar á meðal járnröri, hafnaboltakylfu og kúbeini með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut brot á vinstri þvertindum og þriðja og fjórða lendarhryggjarlið, afrifu á fyrsta ristarbeini á hægri fæti, afrifur frá nærkjúka vinstri stóru táar, sár á vinstra eyra, sár á hægri vísifingri, mar á baki og báðum þjóðhnöppum, skrámu á hægri framhandlegg, blæðingu undir nögl á hægri þumalfingri, eymsli í fjærkjúku, sár og eymsli yfir nærlið hægri vísifingurs, eymsli um handarbakið, marbletti á vinstri fótlegg og vinstra læri, eymsli á hægra hné og hnéskel og eymsli á hægri og vinstri rist. Þá er sá sem fékk á sig nálgunarbannið ákærður fyrir hótanir með því að hafa í tvígang á árinu 2014 hótað manninum sem óskaði eftir nálgunarbanninu í einkaskilaboðum á Facebook.Umrædd skilaboð voru eftirfarandi: 1. Laugardaginn [...]. mars 2014, kl. [...]:„þú ert nu meiri fokkkingræfillinn sökkerpunsar 60kall og hleypur í burtueins og fokkking hræ íöðrum skónum þetttaa erfokkking pabbi ég skalfokking slatra þer fríkiðþótt ég þurfi að eyðarestinni af æviinni hernainnni ég fokkking slatraþér fokkkkingkryppplinguirnn þiinnnþað er fokkking loforð “. 2. Fimmtudaginn [...]. apríl 2014, kl. [...]:„ [...] þú reðst a pabbaminn af engri helvitisastæðu ef þið eruð aðplana eh gegn pabbaminum drep eg ykkur allaog þig first ekki verasvona heimskur af engriastæðu nóg að okkur lentisaman en þetta er komiðgott hvað a pabbi minnsem er 60 að nennaþurfa standa í svonakjaftæði hann er meðfjölskyldu en eg lofa þerþví [...] g ersvo mikllipabba strakur að eghugsa mig ekki tvisar um16 ara dom fyrir hann svoþú vitir það bara láttuþetta kjurt ligggja “. Þótti þessi upptalning nægja Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti Íslands um að maðurinn skuli sæta nálgunarbanni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmanni var gert skylt að sæta nálgunarbanni í sex mánuði á grundvelli laga um nálgunarbann og brottvísun á heimili. Lögreglustjórinn ákvað á Þorláksmessu að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni í sex mánuði þannig að lagt sé bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili annars manns í Reykjavík á svæði sem afmarkast umhverfis húsið. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn sem hafði í hótunum myndi veita manninum sem hann hótaði eftirför, nálgist hann á almannafæri eða setji sig í samband við hann með öðrum hætti. Maðurinn sem varð fyrir hótunum hafði óskað eftir nálgunarbanni vegna áreitis og ónæðis á undanförnum vikum. Hafi maðurinn sem fór fram á nálgunarbannið lýst því að hann hafi orðið fyrir miklu ónæði og hótunum en nýlega hefði verið þingfest mál í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem sá sem hlaut nálgunarbannið sé ákærður fyrir hótanir gagnvart manninum sem fór fram á nálgunarbannið. Þá hafi lögreglan ítrekað haft afskipti af málum sem tengist manninum sem fékk á sig nálgunarbann og manninum sem óskaði eftir nálgunarbanninu. Sá hafði einnig kært manninn sem fékk á sig nálgunarbann og fleiri menn fyrir líkamsárás gegn sér í september síðastliðnum. Þau mál sem liggja til grundvallar ákvörðunar lögreglustjóra ná aftur til ársins 2014 en það nýlegasta er frá 20. desember síðastliðnum. Barst lögreglu þá tilkynning um hótanir frá manninum sem fékk á sig nálgunarbann gegn manninum sem fór fram á bannið. Lögreglan hitti þann sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum og dóttur hans. Hafi maðurinn skýrt lögreglu frá því að maðurinn sem hótaði sér væri ítrekað búinn að hringja í sig og senda sér skilaboð, meðal annars með hótunum um að mæta fyrir utan heimili hans og taka í hann. Varð dóttir þess manns sem varð fyrir hótununum vör við þær og orðið mjög hrædd.17. nóvember síðastliðinn tilkynnti maðurinn sem fór fram á nálgunarbannið að skotið hefði verið á heimili hans. Þegar lögreglan kom á vettvang mátti sjá fjögurra sentímetra skemmd á ytra byrði glers á glugga á íbúð mannsins. Hafi maðurinn talið umrætt atvik hafa gerst nóttina áður meðan hann svaf og hafi hann talið að atvikið tengdist þeim deilum sem hefðu verið á milli hans og mannsins sem fékk á sig nálgunarbannið.10. september er manninum sem fékk á sig nálgunarbann gefið að sök að hafa í félagi við þrjá aðra menn gengið í skrokk á manninum sem fór fram á nálgunarbannið við Smáralind í Kópavogi. Var þeim gefið að sök að hafa beitt hættulegum bareflum, þar á meðal járnröri, hafnaboltakylfu og kúbeini með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut brot á vinstri þvertindum og þriðja og fjórða lendarhryggjarlið, afrifu á fyrsta ristarbeini á hægri fæti, afrifur frá nærkjúka vinstri stóru táar, sár á vinstra eyra, sár á hægri vísifingri, mar á baki og báðum þjóðhnöppum, skrámu á hægri framhandlegg, blæðingu undir nögl á hægri þumalfingri, eymsli í fjærkjúku, sár og eymsli yfir nærlið hægri vísifingurs, eymsli um handarbakið, marbletti á vinstri fótlegg og vinstra læri, eymsli á hægra hné og hnéskel og eymsli á hægri og vinstri rist. Þá er sá sem fékk á sig nálgunarbannið ákærður fyrir hótanir með því að hafa í tvígang á árinu 2014 hótað manninum sem óskaði eftir nálgunarbanninu í einkaskilaboðum á Facebook.Umrædd skilaboð voru eftirfarandi: 1. Laugardaginn [...]. mars 2014, kl. [...]:„þú ert nu meiri fokkkingræfillinn sökkerpunsar 60kall og hleypur í burtueins og fokkking hræ íöðrum skónum þetttaa erfokkking pabbi ég skalfokking slatra þer fríkiðþótt ég þurfi að eyðarestinni af æviinni hernainnni ég fokkking slatraþér fokkkkingkryppplinguirnn þiinnnþað er fokkking loforð “. 2. Fimmtudaginn [...]. apríl 2014, kl. [...]:„ [...] þú reðst a pabbaminn af engri helvitisastæðu ef þið eruð aðplana eh gegn pabbaminum drep eg ykkur allaog þig first ekki verasvona heimskur af engriastæðu nóg að okkur lentisaman en þetta er komiðgott hvað a pabbi minnsem er 60 að nennaþurfa standa í svonakjaftæði hann er meðfjölskyldu en eg lofa þerþví [...] g ersvo mikllipabba strakur að eghugsa mig ekki tvisar um16 ara dom fyrir hann svoþú vitir það bara láttuþetta kjurt ligggja “. Þótti þessi upptalning nægja Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti Íslands um að maðurinn skuli sæta nálgunarbanni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira