Þarf að afplána eftirstöðvar refsingar eftir skilorðsrof Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2015 19:13 Litla-Hraun verður að teljast líklegur áfangastaður mannsins. vísir/e.ól. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að manni skuli gert að afplána eftirstöðvar tveggja fangelsisrefsinga sem hann hlaut með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur árin 2012 og 2015. Manninum var veitt reynslulausn í ágúst á þessu ári en hefur síðan þá ítrekað komist í kast við lögin. Maðurinn var handtekinn 22. desember síðastliðinn þar sem hann hafði stolið útivistarfatnaði fyrir rúmar 340.000 krónur og reynt að komast undan á hlaupum. Við skýrslutöku hjá lögreglunni sagði hann að í upphafi mánaðarins hefði hann verið rændur aleigunni og hann hafi þurft að verða sér úti um jólagjafir fyrir börnin sín með einhverjum hætti. Hann hafi ekki farið inn í búðina með það markmið að stela en áður en hann vissi af var hann kominn með einhvern fatnað sem hann ákvað að taka með sér. Auk þessa atviks eru sex önnur mál skráð hjá lögreglunni þar sem maðurinn kemur við sögu. Þremur dögum áður hafði hann tekið bifreið ófrjálsri hendi og ekið henni á brott og um miðjan desember stöðvaði lögregla hann þar sem hann ók bifreið undir áhrifum vímuefna. Bifreiðin reyndist stolin en að auki var maðurinn án próflaus. Þá hafði maðurinn verið yfirheyrður vegna húsbrots, líkamsárásar og tveggja fíkniefnabrota. Hæstiréttur taldi að fram væri kominn sterkur grunur um að maðurinn hefði, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem geti varðað allt að sex ára fangelsi. Hann hafi því rofið skilyrði reynslausnarinnar. Hann þarf því að afplána 150 daga eftirstöðvar áðurgreindra fangelsisrefsinga. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að manni skuli gert að afplána eftirstöðvar tveggja fangelsisrefsinga sem hann hlaut með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur árin 2012 og 2015. Manninum var veitt reynslulausn í ágúst á þessu ári en hefur síðan þá ítrekað komist í kast við lögin. Maðurinn var handtekinn 22. desember síðastliðinn þar sem hann hafði stolið útivistarfatnaði fyrir rúmar 340.000 krónur og reynt að komast undan á hlaupum. Við skýrslutöku hjá lögreglunni sagði hann að í upphafi mánaðarins hefði hann verið rændur aleigunni og hann hafi þurft að verða sér úti um jólagjafir fyrir börnin sín með einhverjum hætti. Hann hafi ekki farið inn í búðina með það markmið að stela en áður en hann vissi af var hann kominn með einhvern fatnað sem hann ákvað að taka með sér. Auk þessa atviks eru sex önnur mál skráð hjá lögreglunni þar sem maðurinn kemur við sögu. Þremur dögum áður hafði hann tekið bifreið ófrjálsri hendi og ekið henni á brott og um miðjan desember stöðvaði lögregla hann þar sem hann ók bifreið undir áhrifum vímuefna. Bifreiðin reyndist stolin en að auki var maðurinn án próflaus. Þá hafði maðurinn verið yfirheyrður vegna húsbrots, líkamsárásar og tveggja fíkniefnabrota. Hæstiréttur taldi að fram væri kominn sterkur grunur um að maðurinn hefði, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem geti varðað allt að sex ára fangelsi. Hann hafi því rofið skilyrði reynslausnarinnar. Hann þarf því að afplána 150 daga eftirstöðvar áðurgreindra fangelsisrefsinga.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira