Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 10. desember 2015 15:30 Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira